Aðstoðardómari fékk eiginhandaráritun Haalands eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 08:30 Það sást á sjónvarpsmyndum þegar Erling Braut Haaland gaf aðstoðardómaranum eiginhandaráritun eftir leik. Stöð 2 Sport Stuðningsmenn Manchester City vonast til þess að Erling Braut Haaland skrifi undir samning hjá félaginu í sumar. Hann var vissulega með penna á lofti á Etihad-leikvanginum í gærkvöld en það var þó í öðrum og undarlegri tilgangi. Haaland er aðeins tvítugur en þegar orðinn stórstjarna. Svo mikil stórstjarna reyndar að annar aðstoðardómarinn í leik Manchester City og Dortmund í gærkvöld bað Norðmanninn um eiginhandaráritun. Haaland lagði upp mark Dortmund í leiknum en City vann að lokum 2-1. Liðin mætast að nýju í Þýskalandi á þriðjudaginn. Eftir leikinn í gær vatt annar af rúmensku aðstoðardómurunum sér að Haaland í leikmannagöngunum og fékk hann til að skrifa nafnið sitt á gul og rauð spjöld sem hann dró upp úr brjóstvasanum. Guardiola lét sér fátt um finnast „Svona lagað á maður ekki að gera,“ sagði Owen Hargreaves, sérfræðingur BT Sport. „Dómararnir höfðu í nógu að snúast og áttu erfiðan fyrri hálfleik. Þeir klúðruðu ýmsu. Það er í lagi að vera stuðningsmaður en þú mátt ekki gera svona lagað fyrir framan hina leikmennina. Það kemur illa út,“ sagði Hargreaves. A referee s assistant should not be asking a player for autographs after a match in the tunnel as happened with Haaland.UEFA won t want to see this surely pic.twitter.com/nA94n3k27W— Rob Harris (@RobHarris) April 6, 2021 Pep Guardiola, stjóri City, virtist ekki kippa sér mikið upp við það sem gerðist. „Kannski er hann aðdáandi Haalands. Eða kannski var þetta fyrir son hans eða dóttur,“ sagði Guardiola. „Ég hef aldrei séð svona lagað áður en dómarinn og línuverðirnir stóðu sig vel. Það er allt og sumt,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Haaland er aðeins tvítugur en þegar orðinn stórstjarna. Svo mikil stórstjarna reyndar að annar aðstoðardómarinn í leik Manchester City og Dortmund í gærkvöld bað Norðmanninn um eiginhandaráritun. Haaland lagði upp mark Dortmund í leiknum en City vann að lokum 2-1. Liðin mætast að nýju í Þýskalandi á þriðjudaginn. Eftir leikinn í gær vatt annar af rúmensku aðstoðardómurunum sér að Haaland í leikmannagöngunum og fékk hann til að skrifa nafnið sitt á gul og rauð spjöld sem hann dró upp úr brjóstvasanum. Guardiola lét sér fátt um finnast „Svona lagað á maður ekki að gera,“ sagði Owen Hargreaves, sérfræðingur BT Sport. „Dómararnir höfðu í nógu að snúast og áttu erfiðan fyrri hálfleik. Þeir klúðruðu ýmsu. Það er í lagi að vera stuðningsmaður en þú mátt ekki gera svona lagað fyrir framan hina leikmennina. Það kemur illa út,“ sagði Hargreaves. A referee s assistant should not be asking a player for autographs after a match in the tunnel as happened with Haaland.UEFA won t want to see this surely pic.twitter.com/nA94n3k27W— Rob Harris (@RobHarris) April 6, 2021 Pep Guardiola, stjóri City, virtist ekki kippa sér mikið upp við það sem gerðist. „Kannski er hann aðdáandi Haalands. Eða kannski var þetta fyrir son hans eða dóttur,“ sagði Guardiola. „Ég hef aldrei séð svona lagað áður en dómarinn og línuverðirnir stóðu sig vel. Það er allt og sumt,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25
Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55