Brasilíumaðurinn Vinícus Júnior stal senunni í sigri Real Madrid í gær en hann skoraði tvö markanna gegn Liverpool. Fyrsta mark leiksins skoraði hann eftir glæsilega sendingu Toni Kroos fram völlinn, og hann skoraði einnig síðasta mark leiksins, með viðstöðulausu skoti eftir stutta sendingu frá Luka Modric.
Öll mörkin úr leik Real Madrid og Liverpool má sjá hér að neðan í lýsingu Gumma Ben sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2.
Phil Foden kom Manchester City til bjargar gegn Dortmund með sigurmarki á síðustu stundu. Þar með er City yfir í einvíginu fyrir seinni leik liðanna í Þýskalandi á þriðjudaginn.
Afar umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum þegar Jude Bellingham stal boltanum af Ederson, markverði City, og kom honum í netið. Háskaleikur var dæmdur á Bellingham sem annars hefði jafnað metin í 1-1.
Mörkin úr leiknum og atvikið umdeilda, í lýsingu Rikka G, má sjá hér að neðan.