Skipverjar á súrálsskipinu „veirufríir“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 22:53 Tíu skipverjar súrálsflutningaskips veiktust af Covid-19. Skipið hefur verið við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði frá 20. mars. Myndin er úr safni. Vísir/Jóhann Átján skipverjar sem hafa verið um borð í súrálsskip á Reyðarfirði síðustu vikur greinast nú ekki lengur smitaðir af kórónuveirunni. Lögreglan á Austurlandi segir að skipverji sem var fluttur á Landspítalann verði líklega útskrifaður þaðan í kvöld eða í fyrramálið. Súrálsflutningaskipið Taurus Confidence lagðist að bryggju á Reyðarfirði laugardaginn 20. mars en þá voru sjö af nítján manna áhöfn með einkenni Covid-19. Sýnataka leiddi í ljós að tíu voru smitaðir. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í kvöld kemur fram að sýni hafi verið tekin úr átján skipverjum sem eru um borð í skipinu í gær. Þeir sem voru smitaðir teljist nú heilir heilsu og „veirufríir“. „Gert er ráð fyrir að sá síðasti þeirra, sá er fluttur var á Landspítala fyrir nokkru eftir að honum hafði elnað sóttin, verði útskrifaður í kvöld eða í fyrramálið. Engin smit greindust hjá þeim áhafnarmeðlimum sem ósýktir voru við komu fremur en í fyrri skimunum,“ segir í færslunni. Til stendur að hreinsa skipið. Stefnt er því að því starfi ljúki fyrir helgi og skip og áhöfn verði þá hæf til siglingar á ný, líklega á föstudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kraftaverki líkast að fleiri hafi ekki veikst um borð Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir að það hafi verið kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist að halda uppi smitvörnum um borð í súrálsskipinu sem liggur við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. 31. mars 2021 13:37 Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26. mars 2021 21:05 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Súrálsflutningaskipið Taurus Confidence lagðist að bryggju á Reyðarfirði laugardaginn 20. mars en þá voru sjö af nítján manna áhöfn með einkenni Covid-19. Sýnataka leiddi í ljós að tíu voru smitaðir. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í kvöld kemur fram að sýni hafi verið tekin úr átján skipverjum sem eru um borð í skipinu í gær. Þeir sem voru smitaðir teljist nú heilir heilsu og „veirufríir“. „Gert er ráð fyrir að sá síðasti þeirra, sá er fluttur var á Landspítala fyrir nokkru eftir að honum hafði elnað sóttin, verði útskrifaður í kvöld eða í fyrramálið. Engin smit greindust hjá þeim áhafnarmeðlimum sem ósýktir voru við komu fremur en í fyrri skimunum,“ segir í færslunni. Til stendur að hreinsa skipið. Stefnt er því að því starfi ljúki fyrir helgi og skip og áhöfn verði þá hæf til siglingar á ný, líklega á föstudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kraftaverki líkast að fleiri hafi ekki veikst um borð Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir að það hafi verið kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist að halda uppi smitvörnum um borð í súrálsskipinu sem liggur við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. 31. mars 2021 13:37 Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26. mars 2021 21:05 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Kraftaverki líkast að fleiri hafi ekki veikst um borð Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir að það hafi verið kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist að halda uppi smitvörnum um borð í súrálsskipinu sem liggur við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. 31. mars 2021 13:37
Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26. mars 2021 21:05