Féllu fyrir fjórum árum en mæta Man. Utd í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 09:00 Framherjinn Roberto Soldado hefur tekið þátt í upprisu Granada. Getty/Laszlo Szirtesi Íbúar Granada áttu sjálfsagt ekki von á því að fá stórlið Manchester United til borgarinnar í nánustu framtíð, þegar lið Granada féll úr efstu deild Spánar fyrir fjórum árum eftir eintóma fallbaráttu í mörg ár. Leikmenn United eru engu að síður mættir til ferðamannaborgarinnar fallegu, eftir ævintýralega upprisu Granada undir stjórn þjálfarans Diego Martínez. Leikur liðanna hefst kl. 19 í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Martínez, þá 37 ára, tók við Granada sumarið 2018 og var þá lítt þekktur. Hann hafði þó verið meðal annars aðstoðarþjálfari hjá Sevilla og stýrt Osasuna í eina leiktíð. Hjá Granada hefur allt gengið upp undir stjórn Martínez og það er ekki vegna þess að peningum hafi verið dælt í félagið. Dýrasti leikmaðurinn í hópnum í dag er sóknarmaðurinn Luis Suárez, öllu óþekktari en nafni hans hjá Atlético Madrid, sem keyptur var frá Watford fyrir 6,75 milljónir punda. Kólumbíumaðurinn Luis Suarez er dýrasti leikmaðurinn í liði Granada.Getty/David S. Bustamante Granada vann sig upp úr spænsku B-deildinni á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Martínez og endaði svo í 7. sæti í fyrra. Þar með komst liðið í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Á leið sinni í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, gegn United, sló liðið út Molde og Napoli eftir að hafa endað í 2. sæti síns riðils, stigi á eftir PSV Eindhoven. Segir þjálfarann hafa breytt öllu Í fremstu víglínu hjá Granada er hinn 35 ára gamli Roberto Soldado, fyrrverandi framherji Tottenham, sem Martínez fékk til félagsins eftir að Granada komst upp í efstu deild 2019. Soldado reyndi að útskýra hverju Martínez og aðstoðarmenn hans hefðu breytt: „Þeir hafa gjörsamlega umturnað öllu. Þeir endurnýjuðu allt í umgjörðinni hjá félaginu og vöxtur félagsins er að stærstum hluta Martínez að þakka, og þeirri trú sem búningsklefinn hefur á hans vinnu,“ sagði Soldado. Granada hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í spænsku 1. deildinni og er í 9. sæti. Möguleikinn á að liðið leiki aftur í Evrópukeppni á næstu leiktíð er því ekki mikill en sigur í Evrópudeildinni myndi þó að minnsta kosti fleyta liðinu þangað. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Leikmenn United eru engu að síður mættir til ferðamannaborgarinnar fallegu, eftir ævintýralega upprisu Granada undir stjórn þjálfarans Diego Martínez. Leikur liðanna hefst kl. 19 í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Martínez, þá 37 ára, tók við Granada sumarið 2018 og var þá lítt þekktur. Hann hafði þó verið meðal annars aðstoðarþjálfari hjá Sevilla og stýrt Osasuna í eina leiktíð. Hjá Granada hefur allt gengið upp undir stjórn Martínez og það er ekki vegna þess að peningum hafi verið dælt í félagið. Dýrasti leikmaðurinn í hópnum í dag er sóknarmaðurinn Luis Suárez, öllu óþekktari en nafni hans hjá Atlético Madrid, sem keyptur var frá Watford fyrir 6,75 milljónir punda. Kólumbíumaðurinn Luis Suarez er dýrasti leikmaðurinn í liði Granada.Getty/David S. Bustamante Granada vann sig upp úr spænsku B-deildinni á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Martínez og endaði svo í 7. sæti í fyrra. Þar með komst liðið í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Á leið sinni í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, gegn United, sló liðið út Molde og Napoli eftir að hafa endað í 2. sæti síns riðils, stigi á eftir PSV Eindhoven. Segir þjálfarann hafa breytt öllu Í fremstu víglínu hjá Granada er hinn 35 ára gamli Roberto Soldado, fyrrverandi framherji Tottenham, sem Martínez fékk til félagsins eftir að Granada komst upp í efstu deild 2019. Soldado reyndi að útskýra hverju Martínez og aðstoðarmenn hans hefðu breytt: „Þeir hafa gjörsamlega umturnað öllu. Þeir endurnýjuðu allt í umgjörðinni hjá félaginu og vöxtur félagsins er að stærstum hluta Martínez að þakka, og þeirri trú sem búningsklefinn hefur á hans vinnu,“ sagði Soldado. Granada hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í spænsku 1. deildinni og er í 9. sæti. Möguleikinn á að liðið leiki aftur í Evrópukeppni á næstu leiktíð er því ekki mikill en sigur í Evrópudeildinni myndi þó að minnsta kosti fleyta liðinu þangað. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira