Féllu fyrir fjórum árum en mæta Man. Utd í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 09:00 Framherjinn Roberto Soldado hefur tekið þátt í upprisu Granada. Getty/Laszlo Szirtesi Íbúar Granada áttu sjálfsagt ekki von á því að fá stórlið Manchester United til borgarinnar í nánustu framtíð, þegar lið Granada féll úr efstu deild Spánar fyrir fjórum árum eftir eintóma fallbaráttu í mörg ár. Leikmenn United eru engu að síður mættir til ferðamannaborgarinnar fallegu, eftir ævintýralega upprisu Granada undir stjórn þjálfarans Diego Martínez. Leikur liðanna hefst kl. 19 í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Martínez, þá 37 ára, tók við Granada sumarið 2018 og var þá lítt þekktur. Hann hafði þó verið meðal annars aðstoðarþjálfari hjá Sevilla og stýrt Osasuna í eina leiktíð. Hjá Granada hefur allt gengið upp undir stjórn Martínez og það er ekki vegna þess að peningum hafi verið dælt í félagið. Dýrasti leikmaðurinn í hópnum í dag er sóknarmaðurinn Luis Suárez, öllu óþekktari en nafni hans hjá Atlético Madrid, sem keyptur var frá Watford fyrir 6,75 milljónir punda. Kólumbíumaðurinn Luis Suarez er dýrasti leikmaðurinn í liði Granada.Getty/David S. Bustamante Granada vann sig upp úr spænsku B-deildinni á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Martínez og endaði svo í 7. sæti í fyrra. Þar með komst liðið í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Á leið sinni í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, gegn United, sló liðið út Molde og Napoli eftir að hafa endað í 2. sæti síns riðils, stigi á eftir PSV Eindhoven. Segir þjálfarann hafa breytt öllu Í fremstu víglínu hjá Granada er hinn 35 ára gamli Roberto Soldado, fyrrverandi framherji Tottenham, sem Martínez fékk til félagsins eftir að Granada komst upp í efstu deild 2019. Soldado reyndi að útskýra hverju Martínez og aðstoðarmenn hans hefðu breytt: „Þeir hafa gjörsamlega umturnað öllu. Þeir endurnýjuðu allt í umgjörðinni hjá félaginu og vöxtur félagsins er að stærstum hluta Martínez að þakka, og þeirri trú sem búningsklefinn hefur á hans vinnu,“ sagði Soldado. Granada hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í spænsku 1. deildinni og er í 9. sæti. Möguleikinn á að liðið leiki aftur í Evrópukeppni á næstu leiktíð er því ekki mikill en sigur í Evrópudeildinni myndi þó að minnsta kosti fleyta liðinu þangað. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Leikmenn United eru engu að síður mættir til ferðamannaborgarinnar fallegu, eftir ævintýralega upprisu Granada undir stjórn þjálfarans Diego Martínez. Leikur liðanna hefst kl. 19 í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Martínez, þá 37 ára, tók við Granada sumarið 2018 og var þá lítt þekktur. Hann hafði þó verið meðal annars aðstoðarþjálfari hjá Sevilla og stýrt Osasuna í eina leiktíð. Hjá Granada hefur allt gengið upp undir stjórn Martínez og það er ekki vegna þess að peningum hafi verið dælt í félagið. Dýrasti leikmaðurinn í hópnum í dag er sóknarmaðurinn Luis Suárez, öllu óþekktari en nafni hans hjá Atlético Madrid, sem keyptur var frá Watford fyrir 6,75 milljónir punda. Kólumbíumaðurinn Luis Suarez er dýrasti leikmaðurinn í liði Granada.Getty/David S. Bustamante Granada vann sig upp úr spænsku B-deildinni á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Martínez og endaði svo í 7. sæti í fyrra. Þar með komst liðið í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Á leið sinni í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, gegn United, sló liðið út Molde og Napoli eftir að hafa endað í 2. sæti síns riðils, stigi á eftir PSV Eindhoven. Segir þjálfarann hafa breytt öllu Í fremstu víglínu hjá Granada er hinn 35 ára gamli Roberto Soldado, fyrrverandi framherji Tottenham, sem Martínez fékk til félagsins eftir að Granada komst upp í efstu deild 2019. Soldado reyndi að útskýra hverju Martínez og aðstoðarmenn hans hefðu breytt: „Þeir hafa gjörsamlega umturnað öllu. Þeir endurnýjuðu allt í umgjörðinni hjá félaginu og vöxtur félagsins er að stærstum hluta Martínez að þakka, og þeirri trú sem búningsklefinn hefur á hans vinnu,“ sagði Soldado. Granada hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í spænsku 1. deildinni og er í 9. sæti. Möguleikinn á að liðið leiki aftur í Evrópukeppni á næstu leiktíð er því ekki mikill en sigur í Evrópudeildinni myndi þó að minnsta kosti fleyta liðinu þangað. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira