Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 11:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi um Covid-19 faraldurinn rétt í þessu. Þórólfur útlistaði ekki hvað felst í tillögunum en sagði þær ekki mundu verða eins áhrifaríkar og að skylda fólk frá hááættusvæðum í sóttvarnarhús. Þó vonaðist hann til þess að þær myndu skila tilætluðum árangri. Hann sagði tillögurnar ekki útiloka að stjórnvöld leituðu áfram leiða til breytinga á sóttvarnarlögum. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna viðurkenndi Þórólfur að það væru vonbrigði að lagastoð fyrir umræddri reglugerð hefði ekki verið fyrir hendi. Hann sagði sóttvarnaaðgerðir þó alls ekki í uppnámi en ef fleiri brestir yrðu á þá gæti farið svo. Fram kom á fundinum að frá því að reglur voru hertar 25. mars síðastliðinn hafa 79 greinst innanlands, 57 í sóttkví og 22 utan sóttkvíar. Í öllum tilvikum reyndist um breska afbrigðið að ræða. Segir mikilvægt að auka eftirlit Þórólfur hefur sjaldan tjáð sig um innihald minnisblaða sinna með beinum hætti áður en heilbrigðisráðherra hefur tekið þau til skoðunar. Hann var spurður að því á fundinum hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi aðgerðir á landamærum sem stendur. „Það er bara mjög margt hægt að gera,“ sagði Þórólfur. „Það er til dæmis hægt að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra það betur hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þarf að uppfylla. Og hugsanlega setja þá í sóttvarnahús sem ekki geta uppfyllt þetta.“ Þá væri hægt að auka eftirlit með fólki sem er í heimasóttkví á einhvern máta. „Það er hægt að skerpa á eftirliti á landamærunum og fylgja betur eftir í hvernig húsnæði fólk er að fara.“ Þórólfur sagði ekki ljóst hvernig eftirlit yrði aukið með fólki í sóttkví. Til þess þyrfti aukinn mannafla og allt að vera innan þeirra marka sem lög og reglugerðir leyfi. En mikilvægt væri að eftirlit yrði aukið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi um Covid-19 faraldurinn rétt í þessu. Þórólfur útlistaði ekki hvað felst í tillögunum en sagði þær ekki mundu verða eins áhrifaríkar og að skylda fólk frá hááættusvæðum í sóttvarnarhús. Þó vonaðist hann til þess að þær myndu skila tilætluðum árangri. Hann sagði tillögurnar ekki útiloka að stjórnvöld leituðu áfram leiða til breytinga á sóttvarnarlögum. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna viðurkenndi Þórólfur að það væru vonbrigði að lagastoð fyrir umræddri reglugerð hefði ekki verið fyrir hendi. Hann sagði sóttvarnaaðgerðir þó alls ekki í uppnámi en ef fleiri brestir yrðu á þá gæti farið svo. Fram kom á fundinum að frá því að reglur voru hertar 25. mars síðastliðinn hafa 79 greinst innanlands, 57 í sóttkví og 22 utan sóttkvíar. Í öllum tilvikum reyndist um breska afbrigðið að ræða. Segir mikilvægt að auka eftirlit Þórólfur hefur sjaldan tjáð sig um innihald minnisblaða sinna með beinum hætti áður en heilbrigðisráðherra hefur tekið þau til skoðunar. Hann var spurður að því á fundinum hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi aðgerðir á landamærum sem stendur. „Það er bara mjög margt hægt að gera,“ sagði Þórólfur. „Það er til dæmis hægt að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra það betur hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þarf að uppfylla. Og hugsanlega setja þá í sóttvarnahús sem ekki geta uppfyllt þetta.“ Þá væri hægt að auka eftirlit með fólki sem er í heimasóttkví á einhvern máta. „Það er hægt að skerpa á eftirliti á landamærunum og fylgja betur eftir í hvernig húsnæði fólk er að fara.“ Þórólfur sagði ekki ljóst hvernig eftirlit yrði aukið með fólki í sóttkví. Til þess þyrfti aukinn mannafla og allt að vera innan þeirra marka sem lög og reglugerðir leyfi. En mikilvægt væri að eftirlit yrði aukið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira