Í beinni: MK og MH berjast um sæti í úrslitaleik Framhaldsskólaleikanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2021 18:30 Kristján Einar Kristjánsson, Egill Ploder, Króli og Donna Cruz sjá um umfjöllun frá Framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum. Seinni undanúrslitaviðureign Framhaldsskólaleikanna í rafíþróttum fer fram í kvöld. Þá mætast Menntaskólinn í Kópavogi og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Sigurvegarinn mætir Tækniskólanum í úrslitaleiknum sem fer fram eftir viku. Tækniskólinn sigraði Verslunarskóla Íslands í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Keppt verður í þremur tölvuleikjum: FIFA 21, Rocket League og CS:GO. Til að komast í úrslit þarf lið að fá tvö stig, eða með öðrum orðum að vinna tvær af þremur viðureignum. Í skotleiknum CS:GO eru fimm saman í liði, í fótboltakappakstursleiknum Rocket League þrír saman í liði og í fótboltaleiknum FIFA 21 eru tveir saman í liði. Í undankeppninni fékk MH samtals nítján stig en MK fimmtán. Bein útsending frá viðureign MK og MH hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 eSport. Kristján Einar Kristjánsson lýsir og þau Egill Ploder, Króli og Donna Cruz verða sérfræðingar. Einnig má fylgjast með í beinni útsendingu á Twitch-síðu leikanna hér að neðan. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti
Sigurvegarinn mætir Tækniskólanum í úrslitaleiknum sem fer fram eftir viku. Tækniskólinn sigraði Verslunarskóla Íslands í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Keppt verður í þremur tölvuleikjum: FIFA 21, Rocket League og CS:GO. Til að komast í úrslit þarf lið að fá tvö stig, eða með öðrum orðum að vinna tvær af þremur viðureignum. Í skotleiknum CS:GO eru fimm saman í liði, í fótboltakappakstursleiknum Rocket League þrír saman í liði og í fótboltaleiknum FIFA 21 eru tveir saman í liði. Í undankeppninni fékk MH samtals nítján stig en MK fimmtán. Bein útsending frá viðureign MK og MH hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 eSport. Kristján Einar Kristjánsson lýsir og þau Egill Ploder, Króli og Donna Cruz verða sérfræðingar. Einnig má fylgjast með í beinni útsendingu á Twitch-síðu leikanna hér að neðan.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti