Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2021 19:52 Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri olnboga verksamninginn að lokinni undirritun. KMU Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. Verkið tekur til 2,7 kílómetra langs kafla og er liður í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þvera á Þorskafjörð með 260 metra langri steinsteyptri brú sem tengd verður við land með vegi á uppfyllingu. Suðurverk átti lægsta boð, upp á liðlega 2,2 milljarða króna, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá verksamninginn undirritaðan í hádeginu. En hvenær hefjast framkvæmdir? „Bara fljótlega í næstu viku,“ svarar Dofri Eysteinsson, eigandi og framkvæmdastjóri Suðurverks. Brúin yfir Þorskafjörð á að vera tilbúin sumarið 2024.Vegagerðin Suðurverksmenn eru nýbúnir að klára Dýrafjarðargöng en hafa einnig reynslu af því að þvera vestfirska firði. „Við þveruðum Kjálkafjörð og Mjóafjörð á sínum tíma.“ Þverun Þorskafjarðar ein og sér styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra en íbúar fjórðungsins sjá fram á miklar samgöngubætur. „Gríðarlegar samgöngubætur. Við erum að horfa á, með Dýrafjarðargöngum og þessari framkvæmd, þegar hún verður fullfrágengin, þá erum við að stytta leiðina Ísafjörður-Reykjavík um fimmtíu kílómetra. Og það náttúrlega hefðu einhvern tímann þótt tíðindi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Samningurinn er einn sá stærsti sem Vegagerðin gerir í ár en verkið kallar á mikinn mannskap. „Þetta geta verið svona 35-40 manns meðan allt er á fullu, brúarbyggingin og það allt saman,“ segir Dofri en Eykt smíðar sjálfa brúna sem undirverktaki. Frá Gröf í Þorskafirði. Ósamið er við eigendur jarðarinnar um land undir fyrirhugaðan veg.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að Þorskafjarðarbrúin verði opnuð umferð eftir rúm þrjú ár, sumarið 2024. Mesta spennan ríkir þó um annan verkþátt, sem framundan er að bjóða út; þann sem liggur um Teigsskóg, en samningum við landeigendur er ólokið. En stefnir þar í eignarnám? „Það er bara ekki komin niðurstaða í það. Meðan við erum að semja þá erum við að semja og horfum bara björt inn í það,“ svarar Bergþóra vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Dýrafjarðargöng Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Verkið tekur til 2,7 kílómetra langs kafla og er liður í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þvera á Þorskafjörð með 260 metra langri steinsteyptri brú sem tengd verður við land með vegi á uppfyllingu. Suðurverk átti lægsta boð, upp á liðlega 2,2 milljarða króna, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá verksamninginn undirritaðan í hádeginu. En hvenær hefjast framkvæmdir? „Bara fljótlega í næstu viku,“ svarar Dofri Eysteinsson, eigandi og framkvæmdastjóri Suðurverks. Brúin yfir Þorskafjörð á að vera tilbúin sumarið 2024.Vegagerðin Suðurverksmenn eru nýbúnir að klára Dýrafjarðargöng en hafa einnig reynslu af því að þvera vestfirska firði. „Við þveruðum Kjálkafjörð og Mjóafjörð á sínum tíma.“ Þverun Þorskafjarðar ein og sér styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra en íbúar fjórðungsins sjá fram á miklar samgöngubætur. „Gríðarlegar samgöngubætur. Við erum að horfa á, með Dýrafjarðargöngum og þessari framkvæmd, þegar hún verður fullfrágengin, þá erum við að stytta leiðina Ísafjörður-Reykjavík um fimmtíu kílómetra. Og það náttúrlega hefðu einhvern tímann þótt tíðindi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Samningurinn er einn sá stærsti sem Vegagerðin gerir í ár en verkið kallar á mikinn mannskap. „Þetta geta verið svona 35-40 manns meðan allt er á fullu, brúarbyggingin og það allt saman,“ segir Dofri en Eykt smíðar sjálfa brúna sem undirverktaki. Frá Gröf í Þorskafirði. Ósamið er við eigendur jarðarinnar um land undir fyrirhugaðan veg.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að Þorskafjarðarbrúin verði opnuð umferð eftir rúm þrjú ár, sumarið 2024. Mesta spennan ríkir þó um annan verkþátt, sem framundan er að bjóða út; þann sem liggur um Teigsskóg, en samningum við landeigendur er ólokið. En stefnir þar í eignarnám? „Það er bara ekki komin niðurstaða í það. Meðan við erum að semja þá erum við að semja og horfum bara björt inn í það,“ svarar Bergþóra vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Dýrafjarðargöng Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45
Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28