Dagný jákvæð og neikvæð en verður heima: Hef spilað fótbolta mikið veikari Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 09:39 Dagný Brynjarsdóttir fagnar einu markanna gegn Reading síðasta laugardag. Hún fór að finna fyrir flensueinkennum eftir að hún kom heim til Lundúna. Getty/Warren Little „Ég finn fyrir vægum einkennum en ég veit ekki hvort þetta séu týpísk Covid-einkenni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir sem þarf að bíta í það súra epli að missa af landsleikjunum gegn Ítalíu á morgun og miðvikudag. Íslenski landsliðshópurinn er mættur til Ítalíu vegna leikjanna en Dagný varð eftir á Englandi, þar sem hún býr nú eftir að hafa gengið í raðir West Ham fyrr á þessu ári. Til stóð að Dagný færi til Ítalíu á þriðjudaginn en þar sem að niðurstöður úr smitprófi höfðu ekki borist varð hún að fresta fluginu. Hún fór í nýtt próf á þriðjudag og greindist þar jákvæð. Allt lið West Ham var þá kallað í smitpróf en þar greindist hvorki Dagný né neinn liðsfélaga hennar með jákvætt sýni. Dagný segir að hún muni því ekki geta vitað með vissu hvort hún sé með kórónuveiruna fyrr en við mótefnamælingu, líklega eftir mánuð. Hún og fjölskylda hennar verði í tíu daga einangrun og að enn eitt smitprófið myndi engu breyta um það. „Hélt að ég væri með einhvern leikskólaskít“ Dagný segir að sonur sinn sé búinn að vera veikur síðan á föstudag og hún hafi sjálf fundið fyrir fyrstu einkennum á sunnudag, eftir að hafa komið heim úr útileik gegn Reading. „Ég hélt að ég væri bara með einhvern leikskólaskít,“ segir Dagný og bætir við að þó þau mæðginin séu ekki mjög veik sé líðan þeirra enn lítið breytt í dag. „Ég hef spilað fótboltaleiki mikið veikari en þetta, en einkennin geta víst verið svo misjöfn. Ég er mikið að hnerra og með stíflað nef, röddin er búin að vera öðruvísi og það er slen yfir manni. Sonur minn er búinn að vera veikur síðan á föstudag en maðurinn minn ekki neitt,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir ekki með gegn Ítalíu.#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/lfv8uO4tDa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2021 Dagný átti góðan leik í 5-0 sigri gegn Reading síðasta laugardag og hefur nú leikið fjóra leiki fyrir West Ham eftir komuna til Lundúna frá Selfossi. West Ham er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar og sigurinn gegn Reading var dýrmætur. Næsti leikur er gegn botnliði Aston Villa 20. apríl og mögulega getur Dagný spilað hann. „Hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur“ „Ég hef ekki spilað landsleik í langan tíma og hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur, spennt að hitta stelpurnar, þannig að ég var ógeðslega vonsvikin yfir þessu,“ segir Dagný og bætir við: „Seinasti leikur var líka minn besti fyrir West Ham og ég var komin á ról aftur. Þess vegna fannst mér þetta ömurleg tímasetning, en ljósi punkturinn er að ef ég verð einkennalaus eftir þessa tíu daga einangrun þá gæti ég mætt á æfingar strax eftir landsleikjahléið og ekki misst af leik með West Ham.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Lettum í september þó að hún væri að glíma við meiðsli.VÍSIR/VILHELM Dagný á að baki 90 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk, flest allra núverandi landsliðskvenna. Hún lék síðast með landsliðinu í 1-1 jafnteflinu dýrmæta við Svíþjóð í september, þó að hún væri þá reyndar að glíma við meiðsli. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjá meira
Íslenski landsliðshópurinn er mættur til Ítalíu vegna leikjanna en Dagný varð eftir á Englandi, þar sem hún býr nú eftir að hafa gengið í raðir West Ham fyrr á þessu ári. Til stóð að Dagný færi til Ítalíu á þriðjudaginn en þar sem að niðurstöður úr smitprófi höfðu ekki borist varð hún að fresta fluginu. Hún fór í nýtt próf á þriðjudag og greindist þar jákvæð. Allt lið West Ham var þá kallað í smitpróf en þar greindist hvorki Dagný né neinn liðsfélaga hennar með jákvætt sýni. Dagný segir að hún muni því ekki geta vitað með vissu hvort hún sé með kórónuveiruna fyrr en við mótefnamælingu, líklega eftir mánuð. Hún og fjölskylda hennar verði í tíu daga einangrun og að enn eitt smitprófið myndi engu breyta um það. „Hélt að ég væri með einhvern leikskólaskít“ Dagný segir að sonur sinn sé búinn að vera veikur síðan á föstudag og hún hafi sjálf fundið fyrir fyrstu einkennum á sunnudag, eftir að hafa komið heim úr útileik gegn Reading. „Ég hélt að ég væri bara með einhvern leikskólaskít,“ segir Dagný og bætir við að þó þau mæðginin séu ekki mjög veik sé líðan þeirra enn lítið breytt í dag. „Ég hef spilað fótboltaleiki mikið veikari en þetta, en einkennin geta víst verið svo misjöfn. Ég er mikið að hnerra og með stíflað nef, röddin er búin að vera öðruvísi og það er slen yfir manni. Sonur minn er búinn að vera veikur síðan á föstudag en maðurinn minn ekki neitt,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir ekki með gegn Ítalíu.#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/lfv8uO4tDa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2021 Dagný átti góðan leik í 5-0 sigri gegn Reading síðasta laugardag og hefur nú leikið fjóra leiki fyrir West Ham eftir komuna til Lundúna frá Selfossi. West Ham er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar og sigurinn gegn Reading var dýrmætur. Næsti leikur er gegn botnliði Aston Villa 20. apríl og mögulega getur Dagný spilað hann. „Hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur“ „Ég hef ekki spilað landsleik í langan tíma og hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur, spennt að hitta stelpurnar, þannig að ég var ógeðslega vonsvikin yfir þessu,“ segir Dagný og bætir við: „Seinasti leikur var líka minn besti fyrir West Ham og ég var komin á ról aftur. Þess vegna fannst mér þetta ömurleg tímasetning, en ljósi punkturinn er að ef ég verð einkennalaus eftir þessa tíu daga einangrun þá gæti ég mætt á æfingar strax eftir landsleikjahléið og ekki misst af leik með West Ham.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Lettum í september þó að hún væri að glíma við meiðsli.VÍSIR/VILHELM Dagný á að baki 90 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk, flest allra núverandi landsliðskvenna. Hún lék síðast með landsliðinu í 1-1 jafnteflinu dýrmæta við Svíþjóð í september, þó að hún væri þá reyndar að glíma við meiðsli.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjá meira