Michail Antonio hefur skorað sjö mörk í 21 leik fyrir West Ham á tímabilinu, en aðeins Tomas Soucek hefur skorað meira fyrir liðið í vetur.
Þetta setur stórt strik í reikninginn fyrir West Ham sem er nú í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti, en liðið situr í fjórða sæti deildarinnar.
Declan Rice, sem hefur verið mikilvægur hlekkur á miðju West Ham, er einnig á meiðslalistanum. Rice meiddist á hné á dögunum og verður frá í fjórar til sex vikur.
David Moyes og lærisveinar hans máttu því varla við því að missa lykilleikmann eins og Antonio í meiðsli nú þegar aðeins átta leikir eru eftir og liðið að berjast um að komast í Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögunni.