Mikilvægasti El Clasico í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2021 10:31 Allra augu verða á Lionel Messi í kvöld. getty/Alex Caparros Barcelona heimsækir Real Madrid á Alfredo Di Stefano völlinn í kvöld. Spænsku risarnir tveir sitja í öðru og þriðja sæti La Liga og þetta gæti verið einn mikilvægasti El Clasico leikurinn í langan tíma. Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira