Drottningarmaður í tæp sjötíu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. apríl 2021 20:00 Filippus og Elísabet á demantsbrúðkaupsafmæli sínu árið 2007. Getty/Tim Graham Filippus Bretaprins lést í morgun, 99 ára að aldri. Margir syrgja prinsinn, sem var giftur Elísabetu drottningu í 73 ár. Filippus hefði orðið hundrað ára í júní en hann lætur eftir sig fjögur börn, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn. Enginn hefur lengur gegnt hlutverki maka konungs eða drottningar í sögu Bretlands. Prinsinn þjónaði í sjóhernum í seinni heimsstyrjöld og beitti sér síðustu áratugi í þágu íþrótta, hreyfingar barna og vísinda svo fátt eitt sé nefnt. Flaggað var í hálfa stöng víðs vegar innan sem utan Bretlands í dag vegna andláts Filippusar og fjöldi lagði leið sína að Windsor-kastala, þar sem hann lést, og skildi eftir blómvendi. „Hann var augljóslega þjóðargersemi, maðurinn. Filippus fékk okkur til að hlæja, hann var bráðgáfaður og stórmenni. Það var fallegt að fylgjast með sambandi hans við drottninguna og hann skipti þjóðina miklu máli,“ sagði Lundúnabúinn Alice Tharme við AP-fréttaveituna. Breskir ráðamenn sem og aðrir minntust prinsins í ræðum og tilkynningum í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði Filippusar verða minnst fyrir stuðning við drottninguna og þjónustu við þjóðina. "Prince Philip earned the affection of generations here in the United Kingdom, across the Commonwealth and around the world"Prime Minister Boris Johnson pays tribute to the Duke of Edinburgh, who has died aged 99https://t.co/N3GMfUBjjk pic.twitter.com/oKlZ1SuGgS— BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 9, 2021 „Hann hjálpaði til við að stýra konungsfjölskyldunni og krúnunni og kom að því að gera stofnunina bráðnauðsynlega fyrir bresku þjóðina,“ sagði Johnson. President Trump and I extend our deepest condolences to Her Majesty the Queen, the Royal Family, and the people of Great Britain as the world mourns the loss of Prince Philip.— MELANIA TRUMP (@MELANIATRUMP) April 9, 2021 Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Filippus hefði orðið hundrað ára í júní en hann lætur eftir sig fjögur börn, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn. Enginn hefur lengur gegnt hlutverki maka konungs eða drottningar í sögu Bretlands. Prinsinn þjónaði í sjóhernum í seinni heimsstyrjöld og beitti sér síðustu áratugi í þágu íþrótta, hreyfingar barna og vísinda svo fátt eitt sé nefnt. Flaggað var í hálfa stöng víðs vegar innan sem utan Bretlands í dag vegna andláts Filippusar og fjöldi lagði leið sína að Windsor-kastala, þar sem hann lést, og skildi eftir blómvendi. „Hann var augljóslega þjóðargersemi, maðurinn. Filippus fékk okkur til að hlæja, hann var bráðgáfaður og stórmenni. Það var fallegt að fylgjast með sambandi hans við drottninguna og hann skipti þjóðina miklu máli,“ sagði Lundúnabúinn Alice Tharme við AP-fréttaveituna. Breskir ráðamenn sem og aðrir minntust prinsins í ræðum og tilkynningum í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði Filippusar verða minnst fyrir stuðning við drottninguna og þjónustu við þjóðina. "Prince Philip earned the affection of generations here in the United Kingdom, across the Commonwealth and around the world"Prime Minister Boris Johnson pays tribute to the Duke of Edinburgh, who has died aged 99https://t.co/N3GMfUBjjk pic.twitter.com/oKlZ1SuGgS— BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 9, 2021 „Hann hjálpaði til við að stýra konungsfjölskyldunni og krúnunni og kom að því að gera stofnunina bráðnauðsynlega fyrir bresku þjóðina,“ sagði Johnson. President Trump and I extend our deepest condolences to Her Majesty the Queen, the Royal Family, and the people of Great Britain as the world mourns the loss of Prince Philip.— MELANIA TRUMP (@MELANIATRUMP) April 9, 2021
Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09