Malta borgar ferðamönnum til að koma í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 19:26 Yfirvöld á Möltu vilja hvetja ferðamenn til að ferðast til eyjanna. Getty Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins. Clayton Bartolo, ferðamálaráðherra, tilkynnti aðgerðirnar í dag og sagði hann allir ferðamenn sem bókuðu hótelgistingu hjá hótelum á eyjunni fengju styrkinn. Miklar takmarkanir hafa verið í gildi á eyjunni en fyrirséð er að þeim verði aflétt þann 1. júní næstkomandi. Samkvæmt World Travel and Tourism Council má rekja meira en 27 prósent þjóðarframleiðslu eyjunnar til ferðaþjónustunnar. Hún hefur hins vegar orðið illa úti vegna faraldursins. Árið 2019 heimsóttu meira en 2,7 milljónir erlendra ferðamanna eyjuna en sú tala hefur fallið um 80 prósent síðan í mars 2020. Bartolo sagði í dag að bóki ferðamenn gistingu á fimm stjörnu hóteli á eyjunni muni hver einstaklingur fá 100 evrur frá ferðamálaráðuneytinu að gjöf og hótelið muni gefa 100 evrur til viðbótar. Þá munu þeir sem bóka gistingu á fjögurra stjörnu hóteli fá alls 150 evrur og þeir sem bóka gistingu á þriggja stjörnu hóteli munu fá 100 evrur að gjöf. Hafa gefið 42 prósentum fullorðinna fyrstu bólusetningu Fjárhæðin hækkar um 10 prósent þegar hótelherbergi eru bókuð á eyjunni Gozo, sem er um þrjá kílómetra frá meginlandi Möltu. „Aðgerðirnar eru til þess fallnar að koma hótelum á Möltu í góða samkeppnisstöðu þegar ferðamannastraumurinn hefst á ný,“ sagði Bartolo. Stjórnvöld stefna að því að 35 þúsund ferðamenn komi til landsins í sumar. Maltverjum hefur tekist einstaklega vel að bólusetja gegn veirunni en Malta er það Evrópuríki sem tekist hefur að bólusetja stærst hlutfall almennings. Að minnsta kosti 42 prósent fullorðinna hafa nú fengið fyrsta skammt bólusetningar. Þá hefur kórónuveirutilfellum farið ört fækkandi og hafa stjórnvöld hvatt Evrópusambandið til þess að taka í gildi bólusetningarvottorð í von um að ferðamenn geti komið til landsins. Þá sagði Bartolo í dag að viðræður séu hafnar við yfirvöld á Bretlandi um að hvetja til ferðalaga milli landanna tveggja. Ferðalög Malta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Clayton Bartolo, ferðamálaráðherra, tilkynnti aðgerðirnar í dag og sagði hann allir ferðamenn sem bókuðu hótelgistingu hjá hótelum á eyjunni fengju styrkinn. Miklar takmarkanir hafa verið í gildi á eyjunni en fyrirséð er að þeim verði aflétt þann 1. júní næstkomandi. Samkvæmt World Travel and Tourism Council má rekja meira en 27 prósent þjóðarframleiðslu eyjunnar til ferðaþjónustunnar. Hún hefur hins vegar orðið illa úti vegna faraldursins. Árið 2019 heimsóttu meira en 2,7 milljónir erlendra ferðamanna eyjuna en sú tala hefur fallið um 80 prósent síðan í mars 2020. Bartolo sagði í dag að bóki ferðamenn gistingu á fimm stjörnu hóteli á eyjunni muni hver einstaklingur fá 100 evrur frá ferðamálaráðuneytinu að gjöf og hótelið muni gefa 100 evrur til viðbótar. Þá munu þeir sem bóka gistingu á fjögurra stjörnu hóteli fá alls 150 evrur og þeir sem bóka gistingu á þriggja stjörnu hóteli munu fá 100 evrur að gjöf. Hafa gefið 42 prósentum fullorðinna fyrstu bólusetningu Fjárhæðin hækkar um 10 prósent þegar hótelherbergi eru bókuð á eyjunni Gozo, sem er um þrjá kílómetra frá meginlandi Möltu. „Aðgerðirnar eru til þess fallnar að koma hótelum á Möltu í góða samkeppnisstöðu þegar ferðamannastraumurinn hefst á ný,“ sagði Bartolo. Stjórnvöld stefna að því að 35 þúsund ferðamenn komi til landsins í sumar. Maltverjum hefur tekist einstaklega vel að bólusetja gegn veirunni en Malta er það Evrópuríki sem tekist hefur að bólusetja stærst hlutfall almennings. Að minnsta kosti 42 prósent fullorðinna hafa nú fengið fyrsta skammt bólusetningar. Þá hefur kórónuveirutilfellum farið ört fækkandi og hafa stjórnvöld hvatt Evrópusambandið til þess að taka í gildi bólusetningarvottorð í von um að ferðamenn geti komið til landsins. Þá sagði Bartolo í dag að viðræður séu hafnar við yfirvöld á Bretlandi um að hvetja til ferðalaga milli landanna tveggja.
Ferðalög Malta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira