Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 12:38 Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann bar af sér sakir á viðburði „Kvenna fyrir Bandaríkin fyrst“ í Doral-klúbbi Trump fyrrverandi forseta í gær. AP/Marta Lavandier Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. Gaetz, sem er 38 ára gamall, er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Nýlega var greint frá því að dómsmálaráðuneytið hefði opnað rannsókn á því hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og gerst sekur um mansal með því að hafa greitt henni til að ferðast með sér á milli ríkja í Bandaríkjunum. Joel Greenberg, vinur Gaetz frá Flórída, hefur verið ákærður fyrir mansal á stúlku undir lögaldri. Vísbendingar eru um að hann semji nú við saksóknara um að veita þeim upplýsingar í rannsókninni á þingmanninum. Yfirvöld grunar að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum. Gaetz er sagður hafa stært sig af því að hann hafi hitt konur í gegnum Greenberg og jafnvel sýnt myndir af nöktum eða berbrjósta konum fólki sem hann hitti í samkvæmum. CNN-fréttastöðin hafði eftir heimildarmanni að Gaetz hefði sýnt sér slíka mynd í þingsal fulltrúadeildarinnar í Washington-borg. Washington Post segir að rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar beinist ekki aðeins að meintu kynferðislegu misferli Gaetz heldur einnig ásökunum um að hann hafi msibeitt opinberum gagnagrunni með persónuupplýsingum, notað kosningasjóði í persónulega þágu og þegið gjafir sem þingmenn mega ekki þiggja. Greenberg er meðal annars sakaður um að hafa sem skattinnheimtustjóri í Seminole-sýslu nýtt sér gagnagrunn til að framleiða fölsuð skilríki fyrir ungar konur sem hann átti í kynferðislegu sambandi við. Siðanefndin getur ávítað þingmenn, sektað þá og jafnvel vísað af þingi. Rannsóknir hennar taka yfirleitt fleiri mánuði og lýkur þeim að jafnaði með skýrslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjálfur heldur Gaetz, sem hefur ekki verið ákærður fyrir glæp, því fram að rannsóknirnar séu einhvers konar ofsóknir gegn sér vegna pólitíska skoðana sinna. Rannsóknin hófst þó í tíð Trump forseta. Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Gaetz, sem er 38 ára gamall, er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Nýlega var greint frá því að dómsmálaráðuneytið hefði opnað rannsókn á því hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og gerst sekur um mansal með því að hafa greitt henni til að ferðast með sér á milli ríkja í Bandaríkjunum. Joel Greenberg, vinur Gaetz frá Flórída, hefur verið ákærður fyrir mansal á stúlku undir lögaldri. Vísbendingar eru um að hann semji nú við saksóknara um að veita þeim upplýsingar í rannsókninni á þingmanninum. Yfirvöld grunar að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum. Gaetz er sagður hafa stært sig af því að hann hafi hitt konur í gegnum Greenberg og jafnvel sýnt myndir af nöktum eða berbrjósta konum fólki sem hann hitti í samkvæmum. CNN-fréttastöðin hafði eftir heimildarmanni að Gaetz hefði sýnt sér slíka mynd í þingsal fulltrúadeildarinnar í Washington-borg. Washington Post segir að rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar beinist ekki aðeins að meintu kynferðislegu misferli Gaetz heldur einnig ásökunum um að hann hafi msibeitt opinberum gagnagrunni með persónuupplýsingum, notað kosningasjóði í persónulega þágu og þegið gjafir sem þingmenn mega ekki þiggja. Greenberg er meðal annars sakaður um að hafa sem skattinnheimtustjóri í Seminole-sýslu nýtt sér gagnagrunn til að framleiða fölsuð skilríki fyrir ungar konur sem hann átti í kynferðislegu sambandi við. Siðanefndin getur ávítað þingmenn, sektað þá og jafnvel vísað af þingi. Rannsóknir hennar taka yfirleitt fleiri mánuði og lýkur þeim að jafnaði með skýrslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjálfur heldur Gaetz, sem hefur ekki verið ákærður fyrir glæp, því fram að rannsóknirnar séu einhvers konar ofsóknir gegn sér vegna pólitíska skoðana sinna. Rannsóknin hófst þó í tíð Trump forseta.
Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira