Jóni Daða var skipt inná á 77.mínútu, nokkrum sekúndum eftir að Swansea hafði komið sér í 0-2 forystu.
Ekki tókst heimamönnum að snúa leiknum sér í vil á síðasta stundarfjórðungnum. Þvert á móti bættu gestirnir í forystuna því Jamal Lowe gulltryggði 0-3 sigur Swansea á 85.mínútu.
Millwall í 9.sæti deildarinnar og ljóst að margt þarf að ganga upp hjá Jóni Daða og félögum í síðustu fimm leikjum tímabilsins ætli þeir sér að ná sæti í umspilinu.