Brescia komst í forystu eftir sautján mínútna leik þegar Birkir lagði upp mark Filip Jagiello.
Heimamönnum hélst forystan allt þar til á 72.mínútu þegar Daniele Dessena jafnaði metin fyrir gestina frá Pescara. Þar við sat og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.
Birkir lék allan leikinn á miðju Brescia en Hólmbert Aron Friðjónsson sat allan tímann á varamannabekknum.