Rassía á heimili blaðamanns sem afhjúpaði vellystingar Kremlarvina Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 14:45 Vladímír Pútín Rússlandsforseti (t.v.) með Igor Setsjin, forstjóra Rosneft og fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra. Anin fjallaði um auðævi Setsjin og konu hans árið 2016 en sakamálarannsókn hefur staðið yfir síðan þá. Vísir/Getty Rússneska lögreglan handtók þekktan rannsóknarblaðamann og lagði hald á síma, raftæki og gögn í rassíu á heimili hans. Dagblað sem hefur birt umfjallanir blaðamannsins segir að lögregluaðgerðin sé hefnd vegna rannsókna hans á áhrifafólki sem tengist stjórnvöldum í Kreml. Rassían í gær tengist frétt Romans Anin um Igor Setsjin, náinn bandamann Vladímírs Pútín forseta, og eiginkonu hans árið 2016. Eiginkona Setsjin hafði þá sést á glæsisnekkju sem var metin á hundrað milljónir dollara, jafnvirði hátt í þrettán milljarða íslenskra króna. Setsjin, sem er yfirmaður ríkisolíufélagsins Rosneft, höfðaði síðar meiðyrðamál sem hann vann en hann taldi fréttina hafa skaðað orðspor sitt. Novaya Gazeta var gert að draga fréttina til baka. Anin, sem stofnaði fréttavefinn iStories og var einn rússnesku fréttamannanna sem fjölluðu um Panamaskjölin svonefndu, var skeið vitni í sakamálarannsókn lögreglu á meintum persónuverndarbrotum í tengslum við umfjöllunina en hann hefur aldrei verið ákærður. Lögreglan tók málið skyndilega aftur upp og lét til skarar skríða á heimili Anin í gær. Handtók hún Anin og yfirheyrði stuttlega, að sögn The Guardian. Ritstjórn dagblaðsins Novaya Gazeta segir að aðgerðir lögreglu nú og í fleiri málum séu hefnd gegn Anin. Vefsíða Anin hefur meðal annars birt tölvupósta frá fyrrverandi tengdasyni Pútín sem sýndu hvernig ein dætra forsetans lifði í vellystingum. Í síðasta mánuði fjallaði iStories um meint tengsl háttsetts stjórnanda innan leyniþjónustunnar FSB og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögmaður Anin segir að hann hafi neitað að svara spurningum lögreglu. AP-fréttastofan segir að lögreglan ætli sér að yfirheyra hann öðru sinni á mánudag. Rússland Fjölmiðlar Panama-skjölin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rassían í gær tengist frétt Romans Anin um Igor Setsjin, náinn bandamann Vladímírs Pútín forseta, og eiginkonu hans árið 2016. Eiginkona Setsjin hafði þá sést á glæsisnekkju sem var metin á hundrað milljónir dollara, jafnvirði hátt í þrettán milljarða íslenskra króna. Setsjin, sem er yfirmaður ríkisolíufélagsins Rosneft, höfðaði síðar meiðyrðamál sem hann vann en hann taldi fréttina hafa skaðað orðspor sitt. Novaya Gazeta var gert að draga fréttina til baka. Anin, sem stofnaði fréttavefinn iStories og var einn rússnesku fréttamannanna sem fjölluðu um Panamaskjölin svonefndu, var skeið vitni í sakamálarannsókn lögreglu á meintum persónuverndarbrotum í tengslum við umfjöllunina en hann hefur aldrei verið ákærður. Lögreglan tók málið skyndilega aftur upp og lét til skarar skríða á heimili Anin í gær. Handtók hún Anin og yfirheyrði stuttlega, að sögn The Guardian. Ritstjórn dagblaðsins Novaya Gazeta segir að aðgerðir lögreglu nú og í fleiri málum séu hefnd gegn Anin. Vefsíða Anin hefur meðal annars birt tölvupósta frá fyrrverandi tengdasyni Pútín sem sýndu hvernig ein dætra forsetans lifði í vellystingum. Í síðasta mánuði fjallaði iStories um meint tengsl háttsetts stjórnanda innan leyniþjónustunnar FSB og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögmaður Anin segir að hann hafi neitað að svara spurningum lögreglu. AP-fréttastofan segir að lögreglan ætli sér að yfirheyra hann öðru sinni á mánudag.
Rússland Fjölmiðlar Panama-skjölin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira