Bóluefni Pfizer kunni að virka verr gegn suðurafríska afbrigðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 09:57 Hundrað ára maður bólusettur með bóluefni Pfizer á hjúkrunarheimili í Tel Aviv. Nir Keidar/Anadolu Agency via Getty Virkni bóluefnis Pfizer gegn svokölluðu suðurafrísku afbrigði kórónuveirunnar virðist nokkru minni en gegn öðrum afbrigðum, ef marka má niðurstöður ísraelskrar rannsóknar á bóluefninu. Útbreiðsla afbrigðisins er þó lítil í Ísrael og niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki verið ritrýndar. Hátt í átta hundruð manns tóku þátt í rannsókninni. Helmingur viðfangsefna hafði fengið einn eða tvo skammta af bóluefni Pfizer fyrir fjórtán dögum eða meira þegar rannsóknin var framkvæmd, en hinn helmingurinn var óbólusettur. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa greinst með kórónuveiruna. Suðurafríska afbrigðið taldi þó ekki nema um eitt prósent þeirra sem tóku þátt og voru sýktir af kórónuveirunni. Um átta sinnum fleiri bólusettir þátttakendur greindust með kórónuveiruna heldur en óbólusettir, 5,4 prósent á móti 0,7 prósent. Það er talið benda til þess að virkni Pfizer-bóluefnisins sé minni en gegn upphaflegu afbrigði kórónuveirunnar og því breska en gegn því suðurafríska, hvers vísindalega heiti er B.1.351. Langflestir þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í Ísrael að undanförnu hafa greinst með breska afbrigðið. „Við greindum hlutfallslega fleiri tilfelli suðurafríska hjá fólki sem hafði fengið seinni skammt bóluefnisins, samanborið við óbólusetta hópinn. Þetta þýðir að suðurafríska afbrigðið getur, upp að einhverju marki, brotið sér leið í gegnum verndina sem bóluefnið veitir,“ hefur Reuters eftir Adi Stern hjá Tel Aviv-háskóla. Vísindamennirnir að baki rannsókninni hafa þó bent á að hópurinn sem rannsóknin beindist að var fámennur og að útbreiðsla suðurafríska afbrigðisins í Ísrael væri lítil. Þá væri erfitt að álykta almennt um vernd bóluefna út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, þar sem aðeins var litið til þeirra sem greinst höfðu með kórónuveiruna, en ekki smittíðni. Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Hátt í átta hundruð manns tóku þátt í rannsókninni. Helmingur viðfangsefna hafði fengið einn eða tvo skammta af bóluefni Pfizer fyrir fjórtán dögum eða meira þegar rannsóknin var framkvæmd, en hinn helmingurinn var óbólusettur. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa greinst með kórónuveiruna. Suðurafríska afbrigðið taldi þó ekki nema um eitt prósent þeirra sem tóku þátt og voru sýktir af kórónuveirunni. Um átta sinnum fleiri bólusettir þátttakendur greindust með kórónuveiruna heldur en óbólusettir, 5,4 prósent á móti 0,7 prósent. Það er talið benda til þess að virkni Pfizer-bóluefnisins sé minni en gegn upphaflegu afbrigði kórónuveirunnar og því breska en gegn því suðurafríska, hvers vísindalega heiti er B.1.351. Langflestir þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í Ísrael að undanförnu hafa greinst með breska afbrigðið. „Við greindum hlutfallslega fleiri tilfelli suðurafríska hjá fólki sem hafði fengið seinni skammt bóluefnisins, samanborið við óbólusetta hópinn. Þetta þýðir að suðurafríska afbrigðið getur, upp að einhverju marki, brotið sér leið í gegnum verndina sem bóluefnið veitir,“ hefur Reuters eftir Adi Stern hjá Tel Aviv-háskóla. Vísindamennirnir að baki rannsókninni hafa þó bent á að hópurinn sem rannsóknin beindist að var fámennur og að útbreiðsla suðurafríska afbrigðisins í Ísrael væri lítil. Þá væri erfitt að álykta almennt um vernd bóluefna út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, þar sem aðeins var litið til þeirra sem greinst höfðu með kórónuveiruna, en ekki smittíðni.
Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent