Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2021 12:09 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. VILHELM GUNNARSSON. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vongóður um að við séum að sjá til lands í baráttunni við faraldurinn innanlands. Það geti þó breyst ef eitthvað óvænt gerist. „Ég held það að ef við hefðum ekki beitt þessum hörðu aðgerðum fyrir 2-3 vikum síðan þá hefðum við klárlega í mínum huga séð miklu meiri útbreiðslu en ég bind miklar vonir við það að í lok þessarar viku, þegar þessar þrjár vikur eru liðnar, og ný reglugerð þarf að taka við að þá getum við farið að slaka á og við höfum gert það. Það má ekki gleyma því það er ekki eins og við séum búin að vera með „lockdown“ allan tímann,“ sagði Þórólfur Guðnason, í þættinum Sprengisandi í morgun. Áhyggjuefni komi margt fólk til landsins utan Schengen Þórólfur hefur haft áhyggjur af fyrirkomulagi vottorða hjá þeim sem koma hingað til lands utan Schengen. „Ég hef í minnisblaði varað við því og sagt að mér finnst svolítið bratt í þetta farið og lagði til í minnisblaði að vottorð utan Schengen yrðu í byrjun einungis tekin gild frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Það var ekki farið eftir því þar sem það var ekki talið lagalega framkvæmanlegt að gera það,“ sagði Þórólfur. „Þannig að jú mér finnst svolítið bratt farið í þetta og þá er ég að hugsa um að opna landamærin því við erum með tiltölulega viðamiklar aðgerðir í gangi sem kosta mikinn mannafla og mikla vinnu og ef við förum að fá mjög mikið af fólki hingað inn þá gæti það gerst að við gætum bara ekki ráðið við það. Við gætum ekki staðið við allar þessar skuldbindingar, allar þessar aðgerðir og það er það sem ég var aðallega smeykur við.“ Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í gagnið. Þórólfur segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast fyrirkomulagið mikils mannafla. „Síðan er þetta náttúrulega spurningin, ef það kemur í ljós að kerfið bara ræður ekki við þetta þá hef ég sagt líka við stjórnvöld að við verðum að vera undir það búin að skoða það hvort við getum takmarkað fjölda fólk sem kemur hingað til lands. Getum við sett einhver mörk á það? Ég er svo sem ekki búinn að fá svör við því en við verðum að skoða þetta úr frá öllum hliðum,“ sagði Þórólfur. Tveir greindust innanlands í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einn greindist með veiruna á landamærunum og er óvíst hvort sá hafi verið með mótefni. Ekki tekist að rekja skólasmitið í Laugardal Þórólfur segir skóalsmitið í Laugarnesskóla enn órakið. Vitið þið hvaðan það kom? „Nei við vitum hvaða Íslendingur það var sem kom með þetta fyrst og raðgreiningin segir okkur það. Við vitum ekki hvernig þetta komst inn í gegnum landamærin. Við höfum ekki greint það afbrigði á landamærunum en það eru náttúrulega fullt af götum þar sem þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur. „Þetta er í raun og veru eina stóra hópsmitið sem við höfum ekki getað rakið til landamæranna. Allar hinar hópsýkingarnar og þær hafa verið nokkrar, getum við rakið til landamæranna, getum við rakið til einstaklinga sem héldu ekki sóttkví eða einangrun. En ekki skólasmitið, nei við vitum ekki hvernig það komst inn í landið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sprengisandur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vongóður um að við séum að sjá til lands í baráttunni við faraldurinn innanlands. Það geti þó breyst ef eitthvað óvænt gerist. „Ég held það að ef við hefðum ekki beitt þessum hörðu aðgerðum fyrir 2-3 vikum síðan þá hefðum við klárlega í mínum huga séð miklu meiri útbreiðslu en ég bind miklar vonir við það að í lok þessarar viku, þegar þessar þrjár vikur eru liðnar, og ný reglugerð þarf að taka við að þá getum við farið að slaka á og við höfum gert það. Það má ekki gleyma því það er ekki eins og við séum búin að vera með „lockdown“ allan tímann,“ sagði Þórólfur Guðnason, í þættinum Sprengisandi í morgun. Áhyggjuefni komi margt fólk til landsins utan Schengen Þórólfur hefur haft áhyggjur af fyrirkomulagi vottorða hjá þeim sem koma hingað til lands utan Schengen. „Ég hef í minnisblaði varað við því og sagt að mér finnst svolítið bratt í þetta farið og lagði til í minnisblaði að vottorð utan Schengen yrðu í byrjun einungis tekin gild frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Það var ekki farið eftir því þar sem það var ekki talið lagalega framkvæmanlegt að gera það,“ sagði Þórólfur. „Þannig að jú mér finnst svolítið bratt farið í þetta og þá er ég að hugsa um að opna landamærin því við erum með tiltölulega viðamiklar aðgerðir í gangi sem kosta mikinn mannafla og mikla vinnu og ef við förum að fá mjög mikið af fólki hingað inn þá gæti það gerst að við gætum bara ekki ráðið við það. Við gætum ekki staðið við allar þessar skuldbindingar, allar þessar aðgerðir og það er það sem ég var aðallega smeykur við.“ Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í gagnið. Þórólfur segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast fyrirkomulagið mikils mannafla. „Síðan er þetta náttúrulega spurningin, ef það kemur í ljós að kerfið bara ræður ekki við þetta þá hef ég sagt líka við stjórnvöld að við verðum að vera undir það búin að skoða það hvort við getum takmarkað fjölda fólk sem kemur hingað til lands. Getum við sett einhver mörk á það? Ég er svo sem ekki búinn að fá svör við því en við verðum að skoða þetta úr frá öllum hliðum,“ sagði Þórólfur. Tveir greindust innanlands í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einn greindist með veiruna á landamærunum og er óvíst hvort sá hafi verið með mótefni. Ekki tekist að rekja skólasmitið í Laugardal Þórólfur segir skóalsmitið í Laugarnesskóla enn órakið. Vitið þið hvaðan það kom? „Nei við vitum hvaða Íslendingur það var sem kom með þetta fyrst og raðgreiningin segir okkur það. Við vitum ekki hvernig þetta komst inn í gegnum landamærin. Við höfum ekki greint það afbrigði á landamærunum en það eru náttúrulega fullt af götum þar sem þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur. „Þetta er í raun og veru eina stóra hópsmitið sem við höfum ekki getað rakið til landamæranna. Allar hinar hópsýkingarnar og þær hafa verið nokkrar, getum við rakið til landamæranna, getum við rakið til einstaklinga sem héldu ekki sóttkví eða einangrun. En ekki skólasmitið, nei við vitum ekki hvernig það komst inn í landið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sprengisandur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira