Meðan lagið var spilað mátti sjá heldur dramatískar myndir af hinum ýmsu kylfingum, og var atriðinu greinilega ætlað að mynda stemningu í aðdraganda mótsins sem var í þann mund að hefjast.
Ljóst er að ljúfir tónar sveitarinnar mosfellsku hafa ratað víða, en milljónir manna fylgjast með golfmótinu ár hvert. Mótið hófst eins og áður sagði á fimmtudag og því lýkur í dag.
Myndband af atriðinu má sjá hér að neðan.