Brestir í „bláa veggnum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2021 08:47 Lögreglustjórinn Medaria Arradondo ber vitni í málinu gegn Chauvin. Þrátt fyrir margar kvartanir vegna meintrar misbeitingar Chauvin var honum ekki sagt upp störfum fyrr en eftir dauða George Floyd. AP „Að leggja hann í jörðina, með andlitið niður og setja hnéð á hálsinn á honum í þetta langan tíma er algjörlega óréttlætanlegt,“ sagði einn lögreglumaður. „Þetta er ekki það sem við æfum,“ sagði annar. „Þetta er ekki þáttur í þjálfun okkar og endurspeglar sannarlega ekki siðferði okkar eða gildi,“ sagði lögreglustjórinn. Sérfræðingar segja framburð háttsettra lögreglumanna innan Minneapolis-lögreglunnar við réttarhöldin yfir Derek Chauvin næsta einsdæmi í bandarískri réttarsögu. „Blái veggurinn“ sé fallinn, að minnsta kosti í þetta sinn. Ákæruvaldið segir Chauvin hafa brotið gegn skyldum sínum sem lögreglumaður þegar hann kraup á hálsi George Floyd í næstum tíu mínútur, með þeim afleiðingum að Floyd kafnaði. Verjendur Chauvin segja hann hins vegar hafa beitt „viðeigandi afli“. „Það er löggæslan í Bandaríkjunum sem verið er að rétta yfir,“ segir Joseph Giacalone, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í New York. „Derek Chauvin hefur unnið meiri skaða á löggæslu í Bandaríkjunum en nokkur annar á minni lífstíð.“ Óverjandi framganga Bandarískir lögreglumenn hafa löngum verið þekktir fyrir að grípa til varna fyrir félaga sína og mynda hinn svokallaða „bláa vegg“ við réttarhöld; það er að segja réttlæta gjörðir hvors annars gagnvart almennum borgurum. Nú virðast brestir komnir í vegginn en sérfræðingar eru þó ekki á einu máli um það hvort það sé bundið við þetta eina mál eða hvort straumhvörf séu að verða á landsvísu. Það sem er ljóst er að við réttarhöldin hefur hver lögreglumaðurinn á fætur öðrum borið vitni um að viðbrögð Chauvin hafi verið með öllu óásættanleg. Medaria Arrandondo, yfirlögreglustjóri Minneapolis, rak Chauvin og þrjá aðra eftir að myndskeið af handtöku Floyd komst á flug og vakti hörð viðbrögð um allan heim. Þegar Floyd „hætti að berjast á móti og sannarlega þegar hann var komin í andnauð og reyndi að koma því í orð þá hefði þetta átt að hætta,“ sagði hann um framgöngu Chauvin. Á eftir honum í vitnastúkunni var Katie Blackwell, sem fór áður fyrir þjálfun löggæsluliðsins í borginni. Hún vildi ekki kannst við þá aðferð sem Chauvin beitti; að setja hnéð á háls Floyd. „Þessir háttsettu yfirmenn lögreglunnar eru ekki að verja það sem Chauvin sést gera á myndskeiðinu vegna þess að framganga hans er óverjandi,“ segir Roger A. Fairfax Jr. fyrrum saksóknari og lagaprófessor við George Washington University. Lögreglustjórinn í fullum skrúða Lögmaður Chauvin, Eric Nelson, sagði umrædda lögreglumenn hins vegar löngu hætta að starfa á götum úti og að lögreglumönnum væri „heimilt að beita öllu því valdi sem væri hæfilegt og nauðsynlegt“. Washington Post fjallar ítarlega um málið og segir meðal annars frá því hversu erfitt það hefur verið að fá lögreglumenn dæmda fyrir ofbeitingu valds. Lögspekingar segja það meðal annars mega rekja til þess trausts sem dómstólar og kviðdómendur bera til lögreglu, þeim slaka sem lögreglumenn hafa tli að beita valdi og þeim rökum sem lögreglumenn beita fyrir dómstólum að þeir hafi aðeins verið að gera það sem þeim var kennt. Síðastnefndu rökin fara þó fyrir lítið þegar aðrir lögreglumenn, ekki síst háttsettir, segja annað í vitnastúkunni. Katie Blackwell var yfir þjálfun lögreglunnar í Minneapolis. Það þykir áhyggjuefni að Chauvin tók sjálfur þátt í að þjálfa unga og óreynda lögreglumenn.AP „Það að lögreglustjórinn beri vitni, það breytir öllu,“ segir Kobie Flowers, fyrrverandi saksóknari í mannréttindamálum og opinber verjandi. Hann segist ekki vita til þess að yfirlögreglustjóri hafi áður borið vitni í áþekku máli í fullum lögregluskrúða. „Lögreglustjórinn ber yfirleitt ekki vitni en hann situr í dómsalnum með undirmönnum sínum í fullum lögregluskrúða, sem sendir skýr skilaboð til kviðdómsins um að lögreglan styðji ákærða. Það er mjög sýnileg birtingamynd hins „bláa veggjar“ og mjög raunveruleg ástæða fyrir því að kviðdómar hika við að sakfella lögreglumenn.“ Það þarf að sakfella Michelle Phelps, prófessor við University of Minnesota, segist þó ekki gera ráð fyrir að um sé að ræða fordæmi til framtíðar, þar sem málið sé svo einstakt. „Ég á ekki von á því að lögreglustjórinn verði kallaður til í öllum málum gegn lögreglumönnum,“ segir hún. Hún segir málið hafa valdið lögreglunni í Minneapolis svo miklum skaða að lögreglan finni sig knúna til að stíga fram og grípa til varna. David Carter, fyrrverandi lögreglumaður og prófessor við Michigan State University, segir réttarhöldunum ætlað að senda skilaboð af hálfu lögreglunnar í Minneapolis og lögreglumanna á landinu öllu. „Lögreglan vill sýna samfélaginu og þjóðinni að þetta er ekki það sem hún stendur fyrir,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn víðsvegar á landinu horfa til réttarhaldanna og segja: „Þetta eru ekki við og það þarf að sakfella.“ Allir séu meðvitaðir um hvað er í húfi. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
„Þetta er ekki þáttur í þjálfun okkar og endurspeglar sannarlega ekki siðferði okkar eða gildi,“ sagði lögreglustjórinn. Sérfræðingar segja framburð háttsettra lögreglumanna innan Minneapolis-lögreglunnar við réttarhöldin yfir Derek Chauvin næsta einsdæmi í bandarískri réttarsögu. „Blái veggurinn“ sé fallinn, að minnsta kosti í þetta sinn. Ákæruvaldið segir Chauvin hafa brotið gegn skyldum sínum sem lögreglumaður þegar hann kraup á hálsi George Floyd í næstum tíu mínútur, með þeim afleiðingum að Floyd kafnaði. Verjendur Chauvin segja hann hins vegar hafa beitt „viðeigandi afli“. „Það er löggæslan í Bandaríkjunum sem verið er að rétta yfir,“ segir Joseph Giacalone, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í New York. „Derek Chauvin hefur unnið meiri skaða á löggæslu í Bandaríkjunum en nokkur annar á minni lífstíð.“ Óverjandi framganga Bandarískir lögreglumenn hafa löngum verið þekktir fyrir að grípa til varna fyrir félaga sína og mynda hinn svokallaða „bláa vegg“ við réttarhöld; það er að segja réttlæta gjörðir hvors annars gagnvart almennum borgurum. Nú virðast brestir komnir í vegginn en sérfræðingar eru þó ekki á einu máli um það hvort það sé bundið við þetta eina mál eða hvort straumhvörf séu að verða á landsvísu. Það sem er ljóst er að við réttarhöldin hefur hver lögreglumaðurinn á fætur öðrum borið vitni um að viðbrögð Chauvin hafi verið með öllu óásættanleg. Medaria Arrandondo, yfirlögreglustjóri Minneapolis, rak Chauvin og þrjá aðra eftir að myndskeið af handtöku Floyd komst á flug og vakti hörð viðbrögð um allan heim. Þegar Floyd „hætti að berjast á móti og sannarlega þegar hann var komin í andnauð og reyndi að koma því í orð þá hefði þetta átt að hætta,“ sagði hann um framgöngu Chauvin. Á eftir honum í vitnastúkunni var Katie Blackwell, sem fór áður fyrir þjálfun löggæsluliðsins í borginni. Hún vildi ekki kannst við þá aðferð sem Chauvin beitti; að setja hnéð á háls Floyd. „Þessir háttsettu yfirmenn lögreglunnar eru ekki að verja það sem Chauvin sést gera á myndskeiðinu vegna þess að framganga hans er óverjandi,“ segir Roger A. Fairfax Jr. fyrrum saksóknari og lagaprófessor við George Washington University. Lögreglustjórinn í fullum skrúða Lögmaður Chauvin, Eric Nelson, sagði umrædda lögreglumenn hins vegar löngu hætta að starfa á götum úti og að lögreglumönnum væri „heimilt að beita öllu því valdi sem væri hæfilegt og nauðsynlegt“. Washington Post fjallar ítarlega um málið og segir meðal annars frá því hversu erfitt það hefur verið að fá lögreglumenn dæmda fyrir ofbeitingu valds. Lögspekingar segja það meðal annars mega rekja til þess trausts sem dómstólar og kviðdómendur bera til lögreglu, þeim slaka sem lögreglumenn hafa tli að beita valdi og þeim rökum sem lögreglumenn beita fyrir dómstólum að þeir hafi aðeins verið að gera það sem þeim var kennt. Síðastnefndu rökin fara þó fyrir lítið þegar aðrir lögreglumenn, ekki síst háttsettir, segja annað í vitnastúkunni. Katie Blackwell var yfir þjálfun lögreglunnar í Minneapolis. Það þykir áhyggjuefni að Chauvin tók sjálfur þátt í að þjálfa unga og óreynda lögreglumenn.AP „Það að lögreglustjórinn beri vitni, það breytir öllu,“ segir Kobie Flowers, fyrrverandi saksóknari í mannréttindamálum og opinber verjandi. Hann segist ekki vita til þess að yfirlögreglustjóri hafi áður borið vitni í áþekku máli í fullum lögregluskrúða. „Lögreglustjórinn ber yfirleitt ekki vitni en hann situr í dómsalnum með undirmönnum sínum í fullum lögregluskrúða, sem sendir skýr skilaboð til kviðdómsins um að lögreglan styðji ákærða. Það er mjög sýnileg birtingamynd hins „bláa veggjar“ og mjög raunveruleg ástæða fyrir því að kviðdómar hika við að sakfella lögreglumenn.“ Það þarf að sakfella Michelle Phelps, prófessor við University of Minnesota, segist þó ekki gera ráð fyrir að um sé að ræða fordæmi til framtíðar, þar sem málið sé svo einstakt. „Ég á ekki von á því að lögreglustjórinn verði kallaður til í öllum málum gegn lögreglumönnum,“ segir hún. Hún segir málið hafa valdið lögreglunni í Minneapolis svo miklum skaða að lögreglan finni sig knúna til að stíga fram og grípa til varna. David Carter, fyrrverandi lögreglumaður og prófessor við Michigan State University, segir réttarhöldunum ætlað að senda skilaboð af hálfu lögreglunnar í Minneapolis og lögreglumanna á landinu öllu. „Lögreglan vill sýna samfélaginu og þjóðinni að þetta er ekki það sem hún stendur fyrir,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn víðsvegar á landinu horfa til réttarhaldanna og segja: „Þetta eru ekki við og það þarf að sakfella.“ Allir séu meðvitaðir um hvað er í húfi.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira