Fred jafnaði fyrir United á 57. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Edinsons Cavani sem Hugo Lloris, markvörður Tottenham, varði. Þetta var aðeins annað deildarmark Freds fyrir United og það fyrsta síðan í september 2018.
Fred verður seint talinn markheppinn og það kom Keane á óvart að hann skildi ekki klúðra færinu.
„Það var eins gott að hann skoraði því mér fannst hann ömurlegur. Ég veit ekki hvað fólk er að tala um,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn í gær.
„Þetta var gott spil hjá United. Þríhyrningaspil í kringum vítateiginn, slakar varnarleikur hjá Tottenham og Fred var á réttum stað. Ég hélt reyndar að hann myndi klúðra en vel spilað.“
Cavani og Mason Greenwood voru einnig á skotskónum hjá United í gær. Þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð.
United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Manchester City.