Við fengum HI beauty, þær Ingunni Sig og Heiði Ósk, til að taka saman góð ráð og vörur til að ná fram þessu eftirsóknarverða lúkki.

- Bleyttu sápu með vatni eða „setting sprey“ og greiddu þau upp í þá átt sem hárin vaxa.
- Til að hjálpa hárunum að haldast er gott að nota fingurinn eða endann á burstanum og halda hárunum uppi eftir að þau eru greidd upp.
- Til að fylla inn í göt eða óþéttari svæði er gott að strjúka augabrúnablýant í sömu átt og hárin vaxa. Hér er einnig gott að nota augabrúnalit í penna formi.

Dæmi um vörur sem gefa þér „soap brows“ lúkk:
- NYX Professional Makeup The Brow Glue
- The Body Shop Satsuma Soap
- Anastasia Beverly Hills Brow Freeze
- Urban Decay Brow Blade
- Huda beauty bomb brows

Ingunn og Heiður eru á meðal eiganda Reykjavík Makeup School. Í sumar ætla þær að vera með förðunarnám sitt í sumarskóla. Um er að ræða fjögurra vikna námskeið sem er sett upp eins og hefðbundnu átta vikkna námskeiðin en eru með lengri kennsludaga. Nánari upplýsingar má finna á síðu skólans.
Við mælum því að allir sem hafa áhuga á förðun, hári og snyrtivörum fylgi HI beauty á Instagram HÉR.