WBA skellti Chelsea 5-2 á útivelli um síðustu helgi og þeir náðu því að tengja saman tvo sigra með sigri dagsins.
Matheus Pereira kom WBA yfir úr vítaspyrnu og þremur mínútum síðar jafnaði Matthew Phillips metin. 2-0 í hálfleik.
Callum Robison skoraði þriðja markið á 69. mínútu en í uppbótartíma varði Sam Johnstone vítaspyrnu frá James Ward-Prowse. Lokatölur 3-0.
WBA er í nítjánda sæti deildarinnar með 24 stig, átta stigum á eftir Brighton og Newcastle sem eru í sextánda og sautjánda sætinu.
WBA á eftir að spila sjö leiki, sem og Newcastle, en Brighton á átta leiki eftir og spila við Everton síðar í kvöld.
Southampton er í fjórtánda sætinu og hefur tapað ellefu af síðustu fimmtán leikjum sínum.
Back-to-back wins for West Brom 🔥#WBASOU pic.twitter.com/PLBEbskNVz
— Premier League (@premierleague) April 12, 2021