Hugulsamur þjófur stal húsgögnum en skildi önnur úr plasti eftir Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2021 13:22 Húsgögnin sem voru á pallinum og húsgögnin sem hinn hugulsami þjófur kom fyrir í staðinn. Ásrún Matthíasdóttir lektor hjá HR lendi í sérdeilis einkennilegu atviki en býræfinn þjófur gerði sér lítið fyrir og stal húsgögnum við raðhús hennar á Spáni en skildi önnur lakari eftir í staðinn. „Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“ Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“
Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira