Fótbolti

Rússar komust á EM

Sindri Sverrisson skrifar
Rússar tryggðu sér farseðilinn á EM með sigri gegn Portúgal.
Rússar tryggðu sér farseðilinn á EM með sigri gegn Portúgal. EPA/MIGUEL A. LOPES

Rússland bættist í dag í hóp með Íslandi og öðrum þjóðum sem tryggt hafa sér sæti á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fram fer sumarið 2022.

Rússland mætti Portúgal í umspili um eitt laust sæti á EM og vann einvígið samtals 1-0. Rússar bjuggu að forskoti eftir fyrri leikinn í Portúgal og dugði því markalaust jafntefli í Rússlandi í dag.

Portúgal átti níu marktilraunir í dag, þar af fimm á rammann, en Rússland átti sjö skot á mark og alls tólf tilraunir.

Þetta verður fjórða skiptið í röð sem að Rússland kemst á EM, rétt eins og í tilviki íslenska landsliðsins. Alls hefur Rússland þó verið með á sex Evrópumótum en aldrei komist áfram úr sínum riðli þar.

Umspilinu um sæti á EM lýkur í kvöld þegar Sviss og Tékkland mætast, og Norður-Írland og Úkraína. Eftir þá leiki verður endanlega ljóst hvaða 16 lið leika á EM. Vinni Tékkland sigur gegn Sviss verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla, en annars verður Ísland í neðsta styrkleikaflokki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×