Hefði getað skapast hætta hefði fólk verið nálægt gígunum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 17:35 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum í síðustu viku og nú hafa fjórir nýir gígar opnast. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var ásamt hópi vísindamanna á gossvæðinu í morgun að kortleggja og rannsaka hraunflæði þegar allt í einu opnuðust nýir gígar og mikil virkni hófst á svæðinu. „Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira