Innlent

Fimm milljónir urðu tuttugu og fimm

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Á myndinni má sjá peninga. Þeir nema þó ekki nema broti af vinningsupphæðinni.
Á myndinni má sjá peninga. Þeir nema þó ekki nema broti af vinningsupphæðinni. Getty

Einn vann hæsta vinning í Aðalútdrætti í aprílútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands en dregið var í kvöld. Hæsti vinningur var fimm milljónir en viðkomandi átti svokallaðan „trompmiða“ og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Happdrætti Háskólans. Þar segir að viðkomandi sé „dyggur miðaeigandi til fjölda ára.“ Þá hafi annar trompmiðaeigandi fengið 500 þúsund króna vinning, sem fimmfaldaðist og varð 2,5 milljónir.

Sex manns unnu þá milljón króna hver og þrettán fengu hálfa milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×