Skipta líf og heilsa kvenna heilbrigðisyfirvöld minna máli? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 17:00 Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun