Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 16:15 Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu. Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið. Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Sjá meira
Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið.
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum