Núverandi samningur Brasilíumannsins rennur út sumarið 2022 en hann kom til félagsins frá Barcelona árið 2017 fyrir metfé.
Nú þegar að líða fer undir lok samningsins hjá Neymar hefur hann meðal annars verið orðaður við endurkomu til Barcelona.
Fabrizio segir þó í hlaðvarpinu Here We Go að Neymar muni framlengja samning sinn við frönsku meistarana og nýr samningur verður til fjögurra ára.
„Neymar verður áfram hjá PSG. Hann mun skrifa undir nýjan samning á næstu dögum og það er bara spurning um hvenær. Hann mun skrifa undir samning til 2026,“ sagði hinn virti spekingur.
PSG tapaði 1-0 fyrir Bayern Munchen í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en komst þó áfram á útivallarmörkum.
Fabrizio Romano: "Neymar will stay at PSG. He is expected to sign his contract in the next few days. It's just a matter of time. He will sign until 2026." (Source: @podcastherewego) pic.twitter.com/qV5XjbMXpn
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) April 14, 2021