Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 14. apríl 2021 20:30 Í dag birtist á Vísi ágrip úr hlaðvarpi þar sem Evert Víglundsson einkaþjálfari, sem er þekktastur fyrir þátttöku sína í The Biggest Loser Ísland, talaði um að hann væri með fitufordóma og skammaðist sín ekkert fyrir það á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma. Röksemdarfærslan á bak við er sú sem birtist í orðræðu Everts; það er lífshættulegt að vera feitur í ljósi aukinnar áhættu á ýmsum lífstílssjúkdómum. Sem samfélagi ber okkur því skylda til að vinna markvisst gegn þeim skaðvaldi sem offita er. Þetta gerum við af umhyggjusemi fyrir heilsufari feita náungans. Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra. Reyndar kemur Evert sjálfur inn á þennan mikilvæga punkt í viðtalinu: „Þú getur verið grannur að utan en feitur að innan. Það er til fullt af grönnu fólki í Ameríku sem er kallað „skinny fat.“ Það er fullt af grönnu fólki sem er að kljást við sömu vandamál og feita fólkið, það þá lifir óheilbrigðu lífi og er feitt að innan.“ Sú aðferðafræði að einblína á holdafar og offitu sem heilsufarslegan skaðvald gerir það að verkum að við misgreinum 31% þjóðarinnar sem heilsuveila eða hrausta. Hún gerir það að verkum að óþarfa og skaðlegum inngripum er ávísað til heilsuhrausts feits fólks og við missum af fyrstu merkjum lífsstílssjúkdóma meðal grennra fólks. Hún gerir það að verkum að feitt fólk reynir frekar við skaðlegar þyngdartapstilraunir sem er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þróun lífsstílsjúkdóma. Hún eykur tíðni fitufordóma og mismununar innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins alls sem einnig er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þróun lífsstílsjúkdóma. Í raun er það svo að reynsla af fitufordómum ein og sér útskýrir þriðjung verra heilsufars meðal feits fólks og eykur líkur þess á snemmbærum dauða um 60%. Þessir fordómar og mismunun leiða síðan til jaðarsetningar feits fólks sem birtist m.a. í minni menntun, hærra atvinnuleysis, lægri tekjum og verra aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öruggu húsnæði svo nokkur atriði séu talin upp. Í þessu samhengi má nefna að jöfnuður er lang stærsti áhrifaþátturinn á heilsufar og lífslíkur, mun stærri en nokkurn tímann heilsuvenjur eða holdafar. Heilsufarsleg áhættu offitu er þannig langt frá því að snúast eingöngu um fituvefinn og heilsuvenjur. Um er að ræða afleiðingar þess að verða fyrir smánun, fordómum, kerfisbundinni mismunun og jaðarsetningu upp á hvern einasta dag. Fitufordómar eru með algengustu tegundum fordóma innan vestræns samfélags og eru svo viðteknir og normalíseraðir að flest okkar eiga í erfiðleikum með að koma auga á þá og hvaða afleiðingar þeir hafa. Fitufordómar eru þannig stórt lýðheilsuvandamál sem hefur áhrif á okkur öll óháð holdafari. Þegar við sjáum fólk einfalda heilsufarslegu áhættu offitu á þann veg að um sé fyrst og fremst að ræða heilsuhegðun og í raun ákvarðanir einstaklinga frekar en að horfa á heildarmyndina er það fordómafull orðræða sem ýtir undir fitufordóma í samfélaginu. Það staðfestir allar algengustu staðalmyndirnar um feitt fólk, þ.e. að það sé latt, gráðugt, heimskt og skorti sjálfsstjórn- og aga. Það veldur skömm meðal feits fólks sem heyrir orðræðuna og gerir lítið til að hvetja fólk til heilsusamlegra lífernis. Rannsóknir hafa reyndar ítrekað sýnt fram á að áhrifin eru öfug; heilsuvenjur versna. Þetta gerist óháð því hvort viðkomandi hafi tjáð þessa skoðun sína af umhyggjusemi eða ekki. Með öðrum orðum að þá verður meint umhyggja heilsufarslega skaðleg, ef ekki lífshættuleg. Tilgangurinn helgar ekki meðalið heldur verður meðalið að eitri. Þeir sem vilja “opna á umræðuna” í skjóli umhyggju verða þannig úlfar í sauðargæru. Vitundarvakning þarf að þjóna þeim tilgangi að valdefla og betrumbæta og má ekki valda skaða. Umfjöllun um skaðsemi offitu út frá þessu þröngu sjónarhorni uppfyllir því miður ekki þessi skilyrði. Mikið hefur verið um þetta skrifað og skrafað og eftir því sem líkamsvirðingarbaráttunni vex ásmegin og fleira fólk fer að taka mark á þeim gagnreyndu fræðum sem að baráttunni standa því meira færist samfélagið frá þyngdarmiðuðum áherslum að heilsufari yfir í þyngdarhlutlausar. Í síðustu viku birti Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins ítarlega greiningu og skýrslu um þá vegferð sem breska heilbrigðiskerfið er á í baráttu sinni gegn offitu en þar er um að ræða þyngdarmiðaða aðferðarfræði. Var hún talin hættuleg af nefndinni og til þess fallin að auka tíðni neikvæðrar líkamsmyndar, átraskana og fitufordóma. Nefndin mælti með að notkun líkamsþyngdarstuðuls væri felld úr heilbrigðisþjónustu að fullu og að þyngdarhlutlaus nálgun sem kennd er við Health At Every Size yrði tekin upp innan 12 mánaða. Í nýútkominni skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins er einnig fjallað um jaðarsetningu feita fólks innan heilbrigðiskerfisins og skaðsemi þyngdarmiðaðrar nálgunar. Þann 13. mars sl. sendu Samtök um líkamsvirðingu jafnframt frá sér opið ákall til heilbrigðisráðherra vegna áhyggna af sjúkdómsvæðingu holdafars og áhyggna af aðgerðarleysi með tilliti til fitufordóma og mismununar. Með ákallinu fylgdu reynslusögur af þolendum fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Í gær áttum við svo góðan og gagnlegan fund með Svandísi Svavardóttur heilbrigðisráðherra og er ljóst að fitufordómar og sá heilsufarslegi skaði sem af þeim hlýst valdi áhyggjum meðal heilbrigðisyfirvalda. Samfélagið stendur þannig á tímamótum. Við erum á vegferð þar sem jöfnuður, skaðaminnkun og mannréttindi fá sífellt stærra pláss í stefnumótun heilbrigðisyfirvalda víða um heim, meðal annars hér á landi. Við erum smám saman að vakna til vitundar um að við höfum hingað til ekki verið á réttri braut og raddir feits fólks sem sættir sig ekki við jaðarsetningu sína verða sífellt fleiri og háværari. Mikilvægt er að fagfólk sem kemur að heilsufari og heilsueflingu einstaklinga, hvort sem um er að ræða heilbrigðisstéttir eða stéttir innan heilsugeirans t.d. einkaþjálfarar kynni sér vel eðli og birtingarmyndir fitufordóma til að valda skjólstæðingum sínum ekki ómeðvitað skaða. Að draga úr heilsufarslegri áhættu tengdu holdafari er samstarfsverkefni okkar allra en ekki bara feits fólks og þar þurfa heilbrigðisyfirvöld að vera í fararbroddi. Eftir höfðinu dansa limirnir. Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í dag birtist á Vísi ágrip úr hlaðvarpi þar sem Evert Víglundsson einkaþjálfari, sem er þekktastur fyrir þátttöku sína í The Biggest Loser Ísland, talaði um að hann væri með fitufordóma og skammaðist sín ekkert fyrir það á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma. Röksemdarfærslan á bak við er sú sem birtist í orðræðu Everts; það er lífshættulegt að vera feitur í ljósi aukinnar áhættu á ýmsum lífstílssjúkdómum. Sem samfélagi ber okkur því skylda til að vinna markvisst gegn þeim skaðvaldi sem offita er. Þetta gerum við af umhyggjusemi fyrir heilsufari feita náungans. Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra. Reyndar kemur Evert sjálfur inn á þennan mikilvæga punkt í viðtalinu: „Þú getur verið grannur að utan en feitur að innan. Það er til fullt af grönnu fólki í Ameríku sem er kallað „skinny fat.“ Það er fullt af grönnu fólki sem er að kljást við sömu vandamál og feita fólkið, það þá lifir óheilbrigðu lífi og er feitt að innan.“ Sú aðferðafræði að einblína á holdafar og offitu sem heilsufarslegan skaðvald gerir það að verkum að við misgreinum 31% þjóðarinnar sem heilsuveila eða hrausta. Hún gerir það að verkum að óþarfa og skaðlegum inngripum er ávísað til heilsuhrausts feits fólks og við missum af fyrstu merkjum lífsstílssjúkdóma meðal grennra fólks. Hún gerir það að verkum að feitt fólk reynir frekar við skaðlegar þyngdartapstilraunir sem er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þróun lífsstílsjúkdóma. Hún eykur tíðni fitufordóma og mismununar innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins alls sem einnig er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þróun lífsstílsjúkdóma. Í raun er það svo að reynsla af fitufordómum ein og sér útskýrir þriðjung verra heilsufars meðal feits fólks og eykur líkur þess á snemmbærum dauða um 60%. Þessir fordómar og mismunun leiða síðan til jaðarsetningar feits fólks sem birtist m.a. í minni menntun, hærra atvinnuleysis, lægri tekjum og verra aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öruggu húsnæði svo nokkur atriði séu talin upp. Í þessu samhengi má nefna að jöfnuður er lang stærsti áhrifaþátturinn á heilsufar og lífslíkur, mun stærri en nokkurn tímann heilsuvenjur eða holdafar. Heilsufarsleg áhættu offitu er þannig langt frá því að snúast eingöngu um fituvefinn og heilsuvenjur. Um er að ræða afleiðingar þess að verða fyrir smánun, fordómum, kerfisbundinni mismunun og jaðarsetningu upp á hvern einasta dag. Fitufordómar eru með algengustu tegundum fordóma innan vestræns samfélags og eru svo viðteknir og normalíseraðir að flest okkar eiga í erfiðleikum með að koma auga á þá og hvaða afleiðingar þeir hafa. Fitufordómar eru þannig stórt lýðheilsuvandamál sem hefur áhrif á okkur öll óháð holdafari. Þegar við sjáum fólk einfalda heilsufarslegu áhættu offitu á þann veg að um sé fyrst og fremst að ræða heilsuhegðun og í raun ákvarðanir einstaklinga frekar en að horfa á heildarmyndina er það fordómafull orðræða sem ýtir undir fitufordóma í samfélaginu. Það staðfestir allar algengustu staðalmyndirnar um feitt fólk, þ.e. að það sé latt, gráðugt, heimskt og skorti sjálfsstjórn- og aga. Það veldur skömm meðal feits fólks sem heyrir orðræðuna og gerir lítið til að hvetja fólk til heilsusamlegra lífernis. Rannsóknir hafa reyndar ítrekað sýnt fram á að áhrifin eru öfug; heilsuvenjur versna. Þetta gerist óháð því hvort viðkomandi hafi tjáð þessa skoðun sína af umhyggjusemi eða ekki. Með öðrum orðum að þá verður meint umhyggja heilsufarslega skaðleg, ef ekki lífshættuleg. Tilgangurinn helgar ekki meðalið heldur verður meðalið að eitri. Þeir sem vilja “opna á umræðuna” í skjóli umhyggju verða þannig úlfar í sauðargæru. Vitundarvakning þarf að þjóna þeim tilgangi að valdefla og betrumbæta og má ekki valda skaða. Umfjöllun um skaðsemi offitu út frá þessu þröngu sjónarhorni uppfyllir því miður ekki þessi skilyrði. Mikið hefur verið um þetta skrifað og skrafað og eftir því sem líkamsvirðingarbaráttunni vex ásmegin og fleira fólk fer að taka mark á þeim gagnreyndu fræðum sem að baráttunni standa því meira færist samfélagið frá þyngdarmiðuðum áherslum að heilsufari yfir í þyngdarhlutlausar. Í síðustu viku birti Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins ítarlega greiningu og skýrslu um þá vegferð sem breska heilbrigðiskerfið er á í baráttu sinni gegn offitu en þar er um að ræða þyngdarmiðaða aðferðarfræði. Var hún talin hættuleg af nefndinni og til þess fallin að auka tíðni neikvæðrar líkamsmyndar, átraskana og fitufordóma. Nefndin mælti með að notkun líkamsþyngdarstuðuls væri felld úr heilbrigðisþjónustu að fullu og að þyngdarhlutlaus nálgun sem kennd er við Health At Every Size yrði tekin upp innan 12 mánaða. Í nýútkominni skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins er einnig fjallað um jaðarsetningu feita fólks innan heilbrigðiskerfisins og skaðsemi þyngdarmiðaðrar nálgunar. Þann 13. mars sl. sendu Samtök um líkamsvirðingu jafnframt frá sér opið ákall til heilbrigðisráðherra vegna áhyggna af sjúkdómsvæðingu holdafars og áhyggna af aðgerðarleysi með tilliti til fitufordóma og mismununar. Með ákallinu fylgdu reynslusögur af þolendum fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Í gær áttum við svo góðan og gagnlegan fund með Svandísi Svavardóttur heilbrigðisráðherra og er ljóst að fitufordómar og sá heilsufarslegi skaði sem af þeim hlýst valdi áhyggjum meðal heilbrigðisyfirvalda. Samfélagið stendur þannig á tímamótum. Við erum á vegferð þar sem jöfnuður, skaðaminnkun og mannréttindi fá sífellt stærra pláss í stefnumótun heilbrigðisyfirvalda víða um heim, meðal annars hér á landi. Við erum smám saman að vakna til vitundar um að við höfum hingað til ekki verið á réttri braut og raddir feits fólks sem sættir sig ekki við jaðarsetningu sína verða sífellt fleiri og háværari. Mikilvægt er að fagfólk sem kemur að heilsufari og heilsueflingu einstaklinga, hvort sem um er að ræða heilbrigðisstéttir eða stéttir innan heilsugeirans t.d. einkaþjálfarar kynni sér vel eðli og birtingarmyndir fitufordóma til að valda skjólstæðingum sínum ekki ómeðvitað skaða. Að draga úr heilsufarslegri áhættu tengdu holdafari er samstarfsverkefni okkar allra en ekki bara feits fólks og þar þurfa heilbrigðisyfirvöld að vera í fararbroddi. Eftir höfðinu dansa limirnir. Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun