Hverjir eiga Ísland? Fimm sjokkerandi punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. apríl 2021 11:01 Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin:? 1. Veiðileyfagjöld síðasta árs dugðu ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir við að þjónusta greinina, eins og eftirlit og hafrannsóknir. Sjávarútvegsfyrirtækjunum tókst meira að segja síðustu jól að lobbýja í gegnum fjárlaganefnd Alþingis viðbótarfé úr ríkiskassanum til að fjármagna loðnuleit en samkvæmt lögum á veiðileyfagjaldið að duga fyrir slíkum kostnaði. 2. Annar samanburður sem ég fann út var að veiðileyfagjaldið var þá svipað hátt og útvarpsgjaldið og það var jafnvel lægra en tóbaksgjaldið! Stangveiðimenn greiddu hærra gjald en stórútgerðin 3. Stangveiðimenn greiddu í fyrra hærri veiðileyfagjöld fyrir veiði sína í ám og vötnum heldur en stórútgerðin greiddi fyrir aðgang sinn að einum bestu sjávarauðlindum jarðar, sem þjóðin á samkvæmt lögum. Mikilvægt er að rugla ekki saman veiðileyfagjaldi við aðra skatta sem öll önnur fyrirtæki greiða. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að sjávarauðlindum sem almenningur á. 4. Krónutala veiðileyfagjalds hefur lækkað um tæp 60% á þremur árum. Ekki er mjög sannfærandi að halda því fram að afkoma greinarinnar hafi versnað um tæp 60% á þessu tímabili. Samkvæmt nýjustu tölum frá sjávarútvegsdeginum 2020 sem byggir á tölum frá fyrirtækjunum sjálfum hefur eigið fé (sem eru eignir mínus skuldir) fyrirtækjanna aukist um 60% á 5 árum. Sé litið á kjörtímabilið í heild, sem lýkur eftir 5 mánuði, nemur lækkun krónutala veiðileyfagjalda um þriðjung. Þegar kemur að þeim varnarpunkti sérhagsmunagæslunnar að hækkun veiðileyfagjalds komi sér svo illa við litlar útgerðir þá má minna á að 80% veiðileyfagjaldsins er greitt af einungis 3% af öllum þeim aðilum sem greiða veiðileyfagjald. Prívat-arður stórútgerðar hærri en veiðileyfagjöld þjóðar 5. Veiðileyfagjöldin sem þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær, eru lægri en arðurinn sem rennur í prívatvasa útgerðarmanna. Þessar prívat-arðgreiðslur sem renna einungis í vasa útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra voru yfir 60 milljörðum á 5 árum.Til samanburðar er þessi upphæð prívat-arðgreiðslna næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en það sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis og er það löngu byrjað. Og eignast þeir þannig meira og minna Ísland. Er ekki ástæða til að breyta þessu? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi Skattar og tollar Sjávarútvegur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin:? 1. Veiðileyfagjöld síðasta árs dugðu ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir við að þjónusta greinina, eins og eftirlit og hafrannsóknir. Sjávarútvegsfyrirtækjunum tókst meira að segja síðustu jól að lobbýja í gegnum fjárlaganefnd Alþingis viðbótarfé úr ríkiskassanum til að fjármagna loðnuleit en samkvæmt lögum á veiðileyfagjaldið að duga fyrir slíkum kostnaði. 2. Annar samanburður sem ég fann út var að veiðileyfagjaldið var þá svipað hátt og útvarpsgjaldið og það var jafnvel lægra en tóbaksgjaldið! Stangveiðimenn greiddu hærra gjald en stórútgerðin 3. Stangveiðimenn greiddu í fyrra hærri veiðileyfagjöld fyrir veiði sína í ám og vötnum heldur en stórútgerðin greiddi fyrir aðgang sinn að einum bestu sjávarauðlindum jarðar, sem þjóðin á samkvæmt lögum. Mikilvægt er að rugla ekki saman veiðileyfagjaldi við aðra skatta sem öll önnur fyrirtæki greiða. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að sjávarauðlindum sem almenningur á. 4. Krónutala veiðileyfagjalds hefur lækkað um tæp 60% á þremur árum. Ekki er mjög sannfærandi að halda því fram að afkoma greinarinnar hafi versnað um tæp 60% á þessu tímabili. Samkvæmt nýjustu tölum frá sjávarútvegsdeginum 2020 sem byggir á tölum frá fyrirtækjunum sjálfum hefur eigið fé (sem eru eignir mínus skuldir) fyrirtækjanna aukist um 60% á 5 árum. Sé litið á kjörtímabilið í heild, sem lýkur eftir 5 mánuði, nemur lækkun krónutala veiðileyfagjalda um þriðjung. Þegar kemur að þeim varnarpunkti sérhagsmunagæslunnar að hækkun veiðileyfagjalds komi sér svo illa við litlar útgerðir þá má minna á að 80% veiðileyfagjaldsins er greitt af einungis 3% af öllum þeim aðilum sem greiða veiðileyfagjald. Prívat-arður stórútgerðar hærri en veiðileyfagjöld þjóðar 5. Veiðileyfagjöldin sem þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær, eru lægri en arðurinn sem rennur í prívatvasa útgerðarmanna. Þessar prívat-arðgreiðslur sem renna einungis í vasa útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra voru yfir 60 milljörðum á 5 árum.Til samanburðar er þessi upphæð prívat-arðgreiðslna næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en það sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis og er það löngu byrjað. Og eignast þeir þannig meira og minna Ísland. Er ekki ástæða til að breyta þessu? Höfundur er alþingismaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun