„Við munum áfram vinna saman og styðja hvort annað í verkefnum okkar og viðskiptum,“ segir í yfirlýsingunni sem NBC birti.
„Við óskum hvort öðru og börnum hvors annars alls hins besta. Af virðingu við þau ætlum við ekki að segja meira en þökkum þeim sem hafa sent okkur falleg skilaboð og stuðning.“
Lopez er tveggja barna móðir en hún á tvíburana þrettán ára Max og Emme með fyrrverandi eiginmanninum Marc Anthony. Rodriguez er faðir tveggja dætra, Ellu (12) og Natöshu (16).
Orðrómur komst á kreik í mars að Lopez og Rodriguez væru hætt saman. Þau svöruðu með yfirlýsingu þess efnis að þau væru að vinna í einhverjum hlutum.
Lopez er ein vinsælasta söngkona heimsins og hefur auk þess leikið í fjölda kvikmynda. Rodriguez var á sínum tíma launahæsti leikmaðurinn í atvinnumannadeildinni í hafnabolta vestanhafs.