Var búinn að sætta sig við það að eignast aldrei börn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 07:01 Valdimar Guðmundsson á von á barni með kærustunni sinni þann 15. júlí. vísir/vilhelm Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari landsins og hefur verið það í nokkur ár. Hann er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira