Steingrímur sloj og dregur sig í hlé Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2021 15:44 Steingrímur dró sig í hlé á þinginu í dag en það er einhver lurða í forsetanum. vísir/vilhelm Ýmsir þingmenn voru hugsi, í ljósi almennra tilmæla sóttvarnaryfirvalda að þeir sem væru með flensueinkenni, héldu sig til hlés, á þinginu í dag. En þar var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afar aumingjalegur að sjá. Samkvæmt heimildum Vísis var til að mynda Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem hefur þungar áhyggjur af því að sóttvörnum sé ekki fylgt, ósátt við að sjá hinn framúrlega forseta á þinginu svona á sig kominn. Steingrímur ritaði bréf sem hann sendi forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúum bréf þar sem hann greindi frá nánar frá krankleika sínum og viðbrögðum við honum: „Vil upplýsa og útskýra að ég mun halda mig frá forsetastólnum í dag eins og ég gerði í gær. Ástæðan er að ég er hás og hálf raddlaus. En, ég fór auðvitað strax í covid próf eins og ábyrgt er að gera og hélt mig heima eftir það í gær. Niðurstaðan undir kvöld var neikvæð, sem sagt bara kvef og aumingjaskapur í mér,“ segir Steingrímur í bréfi sínu. Og lýsir nánar lumpulegri framgöngu sinni. „En, þar sem ég er enn hás held ég að best sé að hlífa mönnum við mér sem forseta og ekki rétt að bjóða upp á umtal um að veikur maður sé engu að síður að stjórna fundum Alþingis. En, þar sem ég er með glænýtt neikvætt próf upp á vasann þá er ég á svæðinu og mun taka þátt í atkvæðagreiðslu.“ Uppfært 18:45. Missagt er að Steingrímur hafi ritað þingheimi bréfið sem er til grundvallar þessari frétt. Hið rétta er að bréfið var til forsætisnefndar og áheyrnarfulltrúa. Það bréf var sent um strax að morgni dags þannig að forsetinn var ekki að bregðast við viðbrögðum. Þetta hefur verið lagfært. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var til að mynda Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem hefur þungar áhyggjur af því að sóttvörnum sé ekki fylgt, ósátt við að sjá hinn framúrlega forseta á þinginu svona á sig kominn. Steingrímur ritaði bréf sem hann sendi forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúum bréf þar sem hann greindi frá nánar frá krankleika sínum og viðbrögðum við honum: „Vil upplýsa og útskýra að ég mun halda mig frá forsetastólnum í dag eins og ég gerði í gær. Ástæðan er að ég er hás og hálf raddlaus. En, ég fór auðvitað strax í covid próf eins og ábyrgt er að gera og hélt mig heima eftir það í gær. Niðurstaðan undir kvöld var neikvæð, sem sagt bara kvef og aumingjaskapur í mér,“ segir Steingrímur í bréfi sínu. Og lýsir nánar lumpulegri framgöngu sinni. „En, þar sem ég er enn hás held ég að best sé að hlífa mönnum við mér sem forseta og ekki rétt að bjóða upp á umtal um að veikur maður sé engu að síður að stjórna fundum Alþingis. En, þar sem ég er með glænýtt neikvætt próf upp á vasann þá er ég á svæðinu og mun taka þátt í atkvæðagreiðslu.“ Uppfært 18:45. Missagt er að Steingrímur hafi ritað þingheimi bréfið sem er til grundvallar þessari frétt. Hið rétta er að bréfið var til forsætisnefndar og áheyrnarfulltrúa. Það bréf var sent um strax að morgni dags þannig að forsetinn var ekki að bregðast við viðbrögðum. Þetta hefur verið lagfært.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira