Afar sértæk beiðni kom á óvart Snorri Másson skrifar 17. apríl 2021 07:00 Áslaug Björgvinsdóttir hefur starfað sem lögmaður í nokkur ár en var dómari við héraðsdóm frá 2009-2015. Saga Sig Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður ákvað að gefa ekki áfram kost á sér sem umboðsmaður Alþingis í liðinni viku eftir að henni barst tölvupóstur frá ráðgjafarnefnd forsætisnefndar um ráðninguna, þar sem hún var beðin um mjög tiltekin gögn í tengslum við umsókn sína. Gagnabeiðnin var svohljóðandi: „Á fundi ráðgjafarnefndar í morgun var ákveðið að óska eftir því við þá sem gefa kost á sér í starf umboðsmanns Alþingis að þeir sendi inn úrlausnir eða álit sem þeir hafa samið á sl. þremur árum og þeir telja að falli undir hlutverk og starfssvið umboðsmanns Alþingis.“ Áslaug taldi beiðnina til marks um að ráðgafarnefnd forsætisnefndar, sem metur hæfni þeirra sem gefið hafa kost á sér í embættið, hafi þegar ákveðið að nota „mjög þröngt sjónarhorn“ við mat á hæfni til að gegna starfi umboðsmanns. Hennar störf við dómstólana og sem lögmaður féllu þar fyrir utan. Hinir umsækjendurnir, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, og Skúli Magnússon, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa allir starfað í meira mæli við úrlausnir og álit á allra síðustu árum, enda Áslaug verið í lögmennsku. Áður var hún þó dómari frá 2009-2015. „Það kemur á óvart,“ segir Áslaug, „að nefndin skuli við mat á hæfni hlutaðeigandi einstaklinga, sem allir eiga langan starfsferil að baki, ætla fyrst og fremst að horfa til hæfni þeirra til að semja úrlausnir eða álit á starfssviði umboðsmanns og það afmarkað við síðastliðin þrjú ár. Ég hélt að það þyrfti að líta til fleiri þátta við mat á hæfni í starfið og þetta þrönga sjónarhorn nefndarinnar tel ég athyglisvert.“ Reynslan lá fyrir þegar beiðnin var send Áslaug segist hafa talið ljóst að með þessari afmörkun hefði nefndin þegar ákveðið að horfa ekki til gagna sem sýnt gætu fram á hæfni hennar til að gegna starfi umboðsmanns Alþingis. Það lá enda skýrt fyrir nefndinni þegar þessi ákvörðun um gagnabeiðni var tekin, að Áslaug hefði starfað sem lögmaður undanfarin ár og því ekki komið að samningu úrlausna eða álita á starfssviði umboðsmanns á síðastliðnum þremur árum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, stýrir ráðningarferlinu sem formaður forsætisnefndar. Hann segir að fagnefndin biðji að sjálfsögðu um ýmis viðbótargögn. Hann kveðst ánægður með stöðu málsins í samtali við Vísi: „Það er verið að vinna þetta mjög vandað og faglega.“ Helgi Jónsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari og formaður ráðgjafarnefndarinnar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nefndin telji ekki rétt að tjá sig um sín störf fyrr en hún hefur lokið þeim og skilað afrakstri vinnu sinnar til forsætisnefndar. Settur umboðsmaður sækir um að vera umboðsmaður Tryggvi Gunnarsson var umboðsmaður Alþingis frá 1998 til 2020, þegar Kjartan Bjarni Björgvinsson var settur umboðsmaður í hans stað. Kjartan hefur verið settur umboðsmaður frá því í október og er það út apríl. Báðir hafa þeir verið á launum frá október, þótt Tryggvi sé ekki umboðsmaður á þessari stundu. Tryggvi lýkur störfum 30. apríl. Síðustu mánuði hefur staða Kjartans sem setts umboðsmanns valdið því að hann hefur borið ábyrgð á fjölda álita á vegum embættisins, sem er ljóst að er reynsla sem skiptir máli að mati fagnefndarinnar. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis. Tryggvi Gunnarsson víkur formlega úr embætti í lok apríl. Umboðsmaður Alþingis sér meðal annars um að vakta áhrif ákvarðana Alþingis á líf borgara.EFTA Ástráður Haraldsson héraðsdómari er á meðal þeirra sem Sigríður Andersen þáverandi dómsmálaráðherra færði niður af lista hæfustu umsækjendanna við Landsrétt árið 2017 og síðan hefur hann ítrekað sótt um dómarastöðu við Landsrétt án árangurs. Í því samhengi hefur hann talað um réttarbrot gagnvart sér. Skúli Magnússon tók við sem dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, stærsta dómstóls landsins, sama dag og umsókn hans um embætti umboðsmanns Alþingis var staðfest í síðasta mánuði. Nefndin biðji „að sjálfsögðu“ um viðbótargögn Helgi Jónsson vildi ekki veita svör um þær röksemdir sem lágu að baki beiðni nefndarinnar um yfirlit yfir álit og úrlausnir umsækjenda síðustu þrjú ár, sem fallið gætu undir starfssvið umboðsmanns Alþingis. Í upphaflegri tilkynningu forsætisnefndar um að embættið væri laust til umsóknar voru ekki frekari hæfniskröfur tíundaðar en „að mega gegna embætti hæstaréttardómara og [...] ekki vera alþingismaður.“ Auk þess var óskað eftir „ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf.“ Ráðgjafarnefndin hafði því vitneskju um fyrri störf umsækjenda en óskaði samt sérstaklega eftir upplýsingum um álit þeirra og úrlausnir sem gætu fallið undir verksvið umboðsmanns Alþingis. Í reglum sem Alþingi setti um valferlið á umboðsmanni Alþingis segir að matsramminn skuli „byggður á þeim kröfum sem tilteknar eru í tilkynningu forsætisnefndar.“ Reglurnar eru hér í viðhengi. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ber ábyrgð á tillögu forsætisnefndar um nýjan umboðsmann Alþingis. Alþingi kýs svo um tillöguna.Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon segir að kröfurnar í tilkynningu forsætisnefndar séu þó aðeins lögformlegar. „Nefndin náttúrulega leggur niður fyrir sér spurningar og matshluti sem geta verið miklu víðtækari en þessi einfalda upptalning frá forsætisnefnd. Það eru fyrst og fremst hinar lögformlegu hæfiskröfur. En þegar fagnefnd er að heyja sér gagna og leggja grunninn að því að geta metið og borið saman umsækjendur, þá að sjálfsögðu biður hún um ýmis viðbótargögn, til dæmis meðmælendur og fleira í þeim dúr. Þar er gert ráð fyrir þeim möguleika meira að segja að umsækjendur geti undirgengist sérstök próf og svo framvegis, sem var nú ekki niðurstaðan í þessu tilviki. En það er þá kannski í staðinn reynt að hafa matsrammann ýtarlegri til að fylla betur inn í það,“ segir Steingrímur. „Ég veit ekki annað en að allir umsækjendurnir hafi verið ánægðir með þetta og sú sem dró sig út úr hópnum hefur sjálf útskýrt það og ég sá ekki annað en að það væri bara allt í góðu,“ bætir Steingrímur við. „Málið er bara í vinnslu og það eru afurðirnar sem skipta máli. Við tölum bara í okkar formlegu ákvörðunum.“ Auk Helga Jónssonar í ráðgjafarnefnd eru Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte, og Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis. Með Steingrími í undirnefnd forsætisráðuneytisins sem sér um málið eru þingmennirnir Guðjón S. Brjánsson frá Samfylkingu og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Tengd skjöl Starfsreglur_um_kosningu_ríkisendurskoðanda_og_umboðsmanns_AlþingisPDF239KBSækja skjal Stjórnsýsla Dómstólar Umboðsmaður Alþingis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sækist ekki lengur eftir starfi umboðsmanns Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, hefur dregið umsókn sína um starf umboðsmanns Alþingis til baka. Segir hún í Facebook-færslu að loknu vel ígrunduðu máli hafi störf hennar, bakgrunnur og hæfni ekki verið að sem leitast var eftir fyrir starfið. 11. apríl 2021 18:01 Áslaug, Ástráður, Kjartan Bjarni og Skúli vilja verða næsti umboðsmaður Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson dómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon dómari hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. 29. mars 2021 13:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Gagnabeiðnin var svohljóðandi: „Á fundi ráðgjafarnefndar í morgun var ákveðið að óska eftir því við þá sem gefa kost á sér í starf umboðsmanns Alþingis að þeir sendi inn úrlausnir eða álit sem þeir hafa samið á sl. þremur árum og þeir telja að falli undir hlutverk og starfssvið umboðsmanns Alþingis.“ Áslaug taldi beiðnina til marks um að ráðgafarnefnd forsætisnefndar, sem metur hæfni þeirra sem gefið hafa kost á sér í embættið, hafi þegar ákveðið að nota „mjög þröngt sjónarhorn“ við mat á hæfni til að gegna starfi umboðsmanns. Hennar störf við dómstólana og sem lögmaður féllu þar fyrir utan. Hinir umsækjendurnir, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, og Skúli Magnússon, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa allir starfað í meira mæli við úrlausnir og álit á allra síðustu árum, enda Áslaug verið í lögmennsku. Áður var hún þó dómari frá 2009-2015. „Það kemur á óvart,“ segir Áslaug, „að nefndin skuli við mat á hæfni hlutaðeigandi einstaklinga, sem allir eiga langan starfsferil að baki, ætla fyrst og fremst að horfa til hæfni þeirra til að semja úrlausnir eða álit á starfssviði umboðsmanns og það afmarkað við síðastliðin þrjú ár. Ég hélt að það þyrfti að líta til fleiri þátta við mat á hæfni í starfið og þetta þrönga sjónarhorn nefndarinnar tel ég athyglisvert.“ Reynslan lá fyrir þegar beiðnin var send Áslaug segist hafa talið ljóst að með þessari afmörkun hefði nefndin þegar ákveðið að horfa ekki til gagna sem sýnt gætu fram á hæfni hennar til að gegna starfi umboðsmanns Alþingis. Það lá enda skýrt fyrir nefndinni þegar þessi ákvörðun um gagnabeiðni var tekin, að Áslaug hefði starfað sem lögmaður undanfarin ár og því ekki komið að samningu úrlausna eða álita á starfssviði umboðsmanns á síðastliðnum þremur árum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, stýrir ráðningarferlinu sem formaður forsætisnefndar. Hann segir að fagnefndin biðji að sjálfsögðu um ýmis viðbótargögn. Hann kveðst ánægður með stöðu málsins í samtali við Vísi: „Það er verið að vinna þetta mjög vandað og faglega.“ Helgi Jónsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari og formaður ráðgjafarnefndarinnar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nefndin telji ekki rétt að tjá sig um sín störf fyrr en hún hefur lokið þeim og skilað afrakstri vinnu sinnar til forsætisnefndar. Settur umboðsmaður sækir um að vera umboðsmaður Tryggvi Gunnarsson var umboðsmaður Alþingis frá 1998 til 2020, þegar Kjartan Bjarni Björgvinsson var settur umboðsmaður í hans stað. Kjartan hefur verið settur umboðsmaður frá því í október og er það út apríl. Báðir hafa þeir verið á launum frá október, þótt Tryggvi sé ekki umboðsmaður á þessari stundu. Tryggvi lýkur störfum 30. apríl. Síðustu mánuði hefur staða Kjartans sem setts umboðsmanns valdið því að hann hefur borið ábyrgð á fjölda álita á vegum embættisins, sem er ljóst að er reynsla sem skiptir máli að mati fagnefndarinnar. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis. Tryggvi Gunnarsson víkur formlega úr embætti í lok apríl. Umboðsmaður Alþingis sér meðal annars um að vakta áhrif ákvarðana Alþingis á líf borgara.EFTA Ástráður Haraldsson héraðsdómari er á meðal þeirra sem Sigríður Andersen þáverandi dómsmálaráðherra færði niður af lista hæfustu umsækjendanna við Landsrétt árið 2017 og síðan hefur hann ítrekað sótt um dómarastöðu við Landsrétt án árangurs. Í því samhengi hefur hann talað um réttarbrot gagnvart sér. Skúli Magnússon tók við sem dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, stærsta dómstóls landsins, sama dag og umsókn hans um embætti umboðsmanns Alþingis var staðfest í síðasta mánuði. Nefndin biðji „að sjálfsögðu“ um viðbótargögn Helgi Jónsson vildi ekki veita svör um þær röksemdir sem lágu að baki beiðni nefndarinnar um yfirlit yfir álit og úrlausnir umsækjenda síðustu þrjú ár, sem fallið gætu undir starfssvið umboðsmanns Alþingis. Í upphaflegri tilkynningu forsætisnefndar um að embættið væri laust til umsóknar voru ekki frekari hæfniskröfur tíundaðar en „að mega gegna embætti hæstaréttardómara og [...] ekki vera alþingismaður.“ Auk þess var óskað eftir „ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf.“ Ráðgjafarnefndin hafði því vitneskju um fyrri störf umsækjenda en óskaði samt sérstaklega eftir upplýsingum um álit þeirra og úrlausnir sem gætu fallið undir verksvið umboðsmanns Alþingis. Í reglum sem Alþingi setti um valferlið á umboðsmanni Alþingis segir að matsramminn skuli „byggður á þeim kröfum sem tilteknar eru í tilkynningu forsætisnefndar.“ Reglurnar eru hér í viðhengi. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ber ábyrgð á tillögu forsætisnefndar um nýjan umboðsmann Alþingis. Alþingi kýs svo um tillöguna.Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon segir að kröfurnar í tilkynningu forsætisnefndar séu þó aðeins lögformlegar. „Nefndin náttúrulega leggur niður fyrir sér spurningar og matshluti sem geta verið miklu víðtækari en þessi einfalda upptalning frá forsætisnefnd. Það eru fyrst og fremst hinar lögformlegu hæfiskröfur. En þegar fagnefnd er að heyja sér gagna og leggja grunninn að því að geta metið og borið saman umsækjendur, þá að sjálfsögðu biður hún um ýmis viðbótargögn, til dæmis meðmælendur og fleira í þeim dúr. Þar er gert ráð fyrir þeim möguleika meira að segja að umsækjendur geti undirgengist sérstök próf og svo framvegis, sem var nú ekki niðurstaðan í þessu tilviki. En það er þá kannski í staðinn reynt að hafa matsrammann ýtarlegri til að fylla betur inn í það,“ segir Steingrímur. „Ég veit ekki annað en að allir umsækjendurnir hafi verið ánægðir með þetta og sú sem dró sig út úr hópnum hefur sjálf útskýrt það og ég sá ekki annað en að það væri bara allt í góðu,“ bætir Steingrímur við. „Málið er bara í vinnslu og það eru afurðirnar sem skipta máli. Við tölum bara í okkar formlegu ákvörðunum.“ Auk Helga Jónssonar í ráðgjafarnefnd eru Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte, og Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis. Með Steingrími í undirnefnd forsætisráðuneytisins sem sér um málið eru þingmennirnir Guðjón S. Brjánsson frá Samfylkingu og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Tengd skjöl Starfsreglur_um_kosningu_ríkisendurskoðanda_og_umboðsmanns_AlþingisPDF239KBSækja skjal
Stjórnsýsla Dómstólar Umboðsmaður Alþingis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sækist ekki lengur eftir starfi umboðsmanns Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, hefur dregið umsókn sína um starf umboðsmanns Alþingis til baka. Segir hún í Facebook-færslu að loknu vel ígrunduðu máli hafi störf hennar, bakgrunnur og hæfni ekki verið að sem leitast var eftir fyrir starfið. 11. apríl 2021 18:01 Áslaug, Ástráður, Kjartan Bjarni og Skúli vilja verða næsti umboðsmaður Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson dómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon dómari hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. 29. mars 2021 13:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sækist ekki lengur eftir starfi umboðsmanns Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, hefur dregið umsókn sína um starf umboðsmanns Alþingis til baka. Segir hún í Facebook-færslu að loknu vel ígrunduðu máli hafi störf hennar, bakgrunnur og hæfni ekki verið að sem leitast var eftir fyrir starfið. 11. apríl 2021 18:01
Áslaug, Ástráður, Kjartan Bjarni og Skúli vilja verða næsti umboðsmaður Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson dómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon dómari hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. 29. mars 2021 13:43