Ætlar að brúa bilið gegn þjálfaranum sem heillaði hann svo mikið Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2021 08:00 Phil Foden og félagar í Manchester City unnu 3-1 gegn Chelsea í deildarleik í janúar, skömmu áður en Thomas Tuchel tók við Chelsea af Frank Lampard. EPA-EFE/Andy Rain Þó að tuttugu stig skilji Manchester City og Chelsea að má búast við spennandi leik þegar liðin mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag. Thomas Tuchel segist snemma hafa hrifist mjög af Pep Guardiola en Tuchel, sem tók við Chelsea undir lok janúar, hefur aldrei tekist að stýra liði til sigurs gegn liði Guardiola. Tuchel hefur gert til þess fimm tilraunir, tvær með Mainz og þrjár með Dortmund, þegar Guardiola stýrði Bayern München. „Þegar hann [Guardiola] þjálfaði Barcelona þá hafði ég ekki haft tækifæri til að kynnast honum persónulega, en ég horfði á nánast alla leiki. Ég var mjög heillaður af því hvernig þeir náðu sínum árangri, hvernig leikstíll liðsins var, allir akademíustrákarnir og hvernig liðið hélt boltanum í sókn,“ sagði Tuchel. Getur gert út um vonir City um fernuna Þjóðverjinn viðurkennir fúslega að það sé bil á milli City og Chelsea, eins og stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni sýnir. Hann ætlar þó að gera sitt til að stöðva City sem á enn möguleika á að vinna fernuna á þessari leiktíð. City mætir Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins 25. apríl, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og með gott forskot á toppi úrvalsdeildarinnar. „Við verðum að viðurkenna að það er bil á milli okkar og Manchester City. Ef maður horfir á leiki liðanna í ensku úrvalsdeildinni í ár og síðustu ár þá verður maður að sætta sig við þessa staðreynd. En það er mikilvægt að við viðurkennum þetta án þess að verða litlir í okkur. Frá fyrsta degi á næstu leiktíð ætlum við að ráðast á þá. Við munum reyna allt til að brúa bilið á milli liðanna,“ sagði Tuchel. Agüero og Kovacic úr leik Manchester City verður án Sergio Agüero sem misst hefur af síðustu tveimur leikjum. Chelsea verður án króatíska miðjumannsins Mateo Kovacic sem meiddist í læri á æfingu, og Andreas Christensen er einnig meiddur. Chelsea á möguleika á að komast í úrslitaleik bikarsins í 15. sinn, og í fjórða sinn á síðustu fimm leiktíðum, en City freistar þess að komast í úrslitaleikinn í 12. sinn. City hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum á Wembley en það var í undanúrslitum bikarsins gegn ríkjandi meisturum Arsenal í fyrra. Leikur Man. City og Chelsea hefst kl. 16.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í seinni undanúrslitaleiknum, á morgun kl. 17.30, mætast Leicester og Southampton, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Thomas Tuchel segist snemma hafa hrifist mjög af Pep Guardiola en Tuchel, sem tók við Chelsea undir lok janúar, hefur aldrei tekist að stýra liði til sigurs gegn liði Guardiola. Tuchel hefur gert til þess fimm tilraunir, tvær með Mainz og þrjár með Dortmund, þegar Guardiola stýrði Bayern München. „Þegar hann [Guardiola] þjálfaði Barcelona þá hafði ég ekki haft tækifæri til að kynnast honum persónulega, en ég horfði á nánast alla leiki. Ég var mjög heillaður af því hvernig þeir náðu sínum árangri, hvernig leikstíll liðsins var, allir akademíustrákarnir og hvernig liðið hélt boltanum í sókn,“ sagði Tuchel. Getur gert út um vonir City um fernuna Þjóðverjinn viðurkennir fúslega að það sé bil á milli City og Chelsea, eins og stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni sýnir. Hann ætlar þó að gera sitt til að stöðva City sem á enn möguleika á að vinna fernuna á þessari leiktíð. City mætir Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins 25. apríl, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og með gott forskot á toppi úrvalsdeildarinnar. „Við verðum að viðurkenna að það er bil á milli okkar og Manchester City. Ef maður horfir á leiki liðanna í ensku úrvalsdeildinni í ár og síðustu ár þá verður maður að sætta sig við þessa staðreynd. En það er mikilvægt að við viðurkennum þetta án þess að verða litlir í okkur. Frá fyrsta degi á næstu leiktíð ætlum við að ráðast á þá. Við munum reyna allt til að brúa bilið á milli liðanna,“ sagði Tuchel. Agüero og Kovacic úr leik Manchester City verður án Sergio Agüero sem misst hefur af síðustu tveimur leikjum. Chelsea verður án króatíska miðjumannsins Mateo Kovacic sem meiddist í læri á æfingu, og Andreas Christensen er einnig meiddur. Chelsea á möguleika á að komast í úrslitaleik bikarsins í 15. sinn, og í fjórða sinn á síðustu fimm leiktíðum, en City freistar þess að komast í úrslitaleikinn í 12. sinn. City hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum á Wembley en það var í undanúrslitum bikarsins gegn ríkjandi meisturum Arsenal í fyrra. Leikur Man. City og Chelsea hefst kl. 16.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í seinni undanúrslitaleiknum, á morgun kl. 17.30, mætast Leicester og Southampton, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira