Ný ríkisstjórn Grænlands með nauman meirihluta Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2021 08:52 Múte B. Egede, nýr forsætisráðherra Grænlands. EPA/Christian Klindt Soelbeck Hinn 34 ára gamli Múte B. Egede, er yngsti forsætisráðherra Grænlands. Hann leiðir nýja ríkisstjórn landsins sem opinberuð var í gær. Egede er formaður Inuit Ataqatigiit (IA) en flokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum sem haldnar voru á Grænlandi í byrjun mánaðarins. IA og flokkurinn Naleraq mynduðu ríkisstjórn með nauman meirihluta á þingi eða sextán þingmenn af 31. Flokkurinn Atassut mun þó styðja ríkisstjórn landsins. Áður höfðu bæði Siumut og Demókratar gengið frá samningaborðinu. Sjá einnig: Siumut gengur frá samningsborðinu Forsvarsmenn Atassut vildu ekki vera beinir aðilar að ríkisstjórninni því þeir vilja ekki sjálfstæði frá Danmörku, eins og hinir flokkarnir tveir. Við kynningu ríkisstjórnarinnar í gær sagði Egede að samstarfsflokkana hafa verið sameinaða í stjórnarandstöðu undanfarin ár og forsvarsmenn þeirra þekki hvorn annan vel. Lítið sé um deilumál þeirra á milli og markmiðið sé að skapa stöðugleika til næstu fjögurra ára. Haft er eftir honum á vef Sermitsiaq að forsvarsmenn flokkanna hafi heitið því að leggja þau deilumál sem séu til staðar til hliðar og einbeita sér að því að stjórna saman næstu fjögur ár. Í frétt DR segir að Egede hafi einnig sagst ætla að leggja áherslu á að draga úr ójöfnuði og að stjórnmálasáttmáli ríkisstjórnarinnar segi til um að ekkert verði af námuvinnslu sjaldgæfra málma í Hvannarfjalli, nærri bænum Narsaq. Sjá einnig: Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Stjórnarflokkarnir vilja einnig útrýma heimilisleysi á Grænlandi fyrir árið 2035 og gera breytingar á skattkerfi landsins. Þá vilja þeir betrumbæta heilbrigðiskerfi Grænlands og leggja mikla áherslu á geðheilsu og meðferð gegn krabbameini. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Egede kynnir ríkisstjórn sína síðdegis Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit (IA), mun kynna nýjan stjórnarsáttmála og ráðherra í ríkisstjórn sinni á fundi í menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk síðar í dag. 16. apríl 2021 13:08 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
IA og flokkurinn Naleraq mynduðu ríkisstjórn með nauman meirihluta á þingi eða sextán þingmenn af 31. Flokkurinn Atassut mun þó styðja ríkisstjórn landsins. Áður höfðu bæði Siumut og Demókratar gengið frá samningaborðinu. Sjá einnig: Siumut gengur frá samningsborðinu Forsvarsmenn Atassut vildu ekki vera beinir aðilar að ríkisstjórninni því þeir vilja ekki sjálfstæði frá Danmörku, eins og hinir flokkarnir tveir. Við kynningu ríkisstjórnarinnar í gær sagði Egede að samstarfsflokkana hafa verið sameinaða í stjórnarandstöðu undanfarin ár og forsvarsmenn þeirra þekki hvorn annan vel. Lítið sé um deilumál þeirra á milli og markmiðið sé að skapa stöðugleika til næstu fjögurra ára. Haft er eftir honum á vef Sermitsiaq að forsvarsmenn flokkanna hafi heitið því að leggja þau deilumál sem séu til staðar til hliðar og einbeita sér að því að stjórna saman næstu fjögur ár. Í frétt DR segir að Egede hafi einnig sagst ætla að leggja áherslu á að draga úr ójöfnuði og að stjórnmálasáttmáli ríkisstjórnarinnar segi til um að ekkert verði af námuvinnslu sjaldgæfra málma í Hvannarfjalli, nærri bænum Narsaq. Sjá einnig: Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Stjórnarflokkarnir vilja einnig útrýma heimilisleysi á Grænlandi fyrir árið 2035 og gera breytingar á skattkerfi landsins. Þá vilja þeir betrumbæta heilbrigðiskerfi Grænlands og leggja mikla áherslu á geðheilsu og meðferð gegn krabbameini.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Egede kynnir ríkisstjórn sína síðdegis Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit (IA), mun kynna nýjan stjórnarsáttmála og ráðherra í ríkisstjórn sinni á fundi í menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk síðar í dag. 16. apríl 2021 13:08 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Egede kynnir ríkisstjórn sína síðdegis Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit (IA), mun kynna nýjan stjórnarsáttmála og ráðherra í ríkisstjórn sinni á fundi í menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk síðar í dag. 16. apríl 2021 13:08
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00