Meistaradeildarsæti West Ham í hættu eftir tap gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2021 13:30 Joelinton skorar annað mark Newcastle eftir skelfileg mistök Lukasz Fabianski í marki West Ham. Owen Humphreys - Pool/Getty Images Newcastle krækti sér í þrjú mikilvæg stig með 3-2 sigri gegn West ham. Leikmenn Newcastle nýttu sér slæm mistök West Ham manna í fyrri hálfleik, en tíu leikmenn West Ham náðu að jafna leikinn áður en joe Willock skoraði sigurmarkið eftir rúma mínútu á vellinum. Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim. Enski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim.
Enski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn