Ante Rebic kom heimamönnum yfir strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Pierre Kalulu. Milan menn voru meira með boltann, en það voru gestirnir sem skoruðu næsta mark. Þar var á ferðinni Mattia Destro á 37. mínútu, og allt jafnt þegar flautað var til hálfleiks.
Ac Milan voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Það skilaði sér loksins á 68. mínútu. Þá tók Hakan Calhanoglu hornspyrnu og Gianluca Scamacca varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því mikilvægur 2-1 sigur AC Milan sem er nú átta stigum á eftir nágrönnum sínum sem sitja í toppsætinu. Eins og áður segir leika Inter gegn Napoli í kvöld og þar eru þrjú mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið.
Leikur Napoli og Inter Milan er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending klukkan 18:40.