„Þetta var leiðindahelgi“ Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2021 08:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgunni í morgun. Vísir/Vilhelm „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur ræddi þar hópsýkingarnar tvær sem upp komu um helgina. „Þessi leikskólasýking sem kom upp núna um helgina sem gríðarlega stór að umfangi. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann á því ennþá. Svo var þarna minna fyrirtæki líka. Þetta eru tvær tegundir af breska afbrigðinu virðist vera. Það er hægt að rekja báðar tegundirnar til landamæra og til þess að fólk hélt ekki sóttkví. […] Við sjáum bara glöggt hvað getur gerst þegar þetta gerist.“ Möguleiki að veiran hafi náð að hreiðra um sig víðar Þórólfur segist ekki hugsa mikið um hvort að sýkingarnar hefðu eða hefðu ekki komið, hefðu allir sem kæmu erlendis frá verið skikkaðir á sóttvarnahótel líkt og til stóð. „Maður getur nú aldrei fullyrt eitthvað svona aftur í tímann, en mér sýnist alla vega þetta leikskólasmit… Þetta var dálítið slæmt brot á sóttkví sem við vorum að fást við sem þýddi það að smitið var bara komið út um allt og þetta er náttúrulega orðinn svolítill tími frá því að það varð og þangað til að þessi smit eru að spretta út, þannig að það er möguleiki að þetta hafi náð að hreiðra um sig víðar.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum að neðan. Samkvæmt fréttum í gær komst upp um þetta sóttkvíarbrot á degi tvö, þegar aðilinn var ekki á sínum stað. Hvað fór þá í gang? „Það fór í gang að viðkomandi var settur í farsóttarhús, og annar aðili, það tók svolítið lengri tíma.... Þetta var ekki auðvelt viðfangs, þannig. Það þarf ekki meira til, eins og við erum alltaf að hamra á. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer ekki varlega. Svo eru aðrir sem fara ekki varlega og þá getur þetta bara sprungið út,“ segir Þórólfur. Verðum að skerða frelsi mjög margra til að ná tökum á þessu Hvað segirðu við fólk sem segir: „Þetta er skerðing á frelsi. Ég myndi alltaf fara varlega. Það þýðir ekkert að traðka á mínum rétti.“ Hvað segirðu við þetta fólk? „Við vitum það að það eru langstærstur hluti sem fer bara eftir því sem er gert og hegðar sér mjög vel. Auðvitað getur eitthvað gerst, en það er bara nóg að það sé einn eða tveir sem gera það ekki. Meðan staðan er þannig þá verðum við annað hvort að ná utan um það með því að vera með markvissar aðgerðir gegn þeim aðilum, en maður veit það aldrei fyrirfram hverjir sem koma til landsins og fara eftir þessu og hverjir ekki. Ef við ætlum að koma í veg fyrir svona stóra og mikla útbreiðslu, þá verðum við að skerða frelsi mjög margra til að ná tökum á þessu. Svona hefur þetta verið allan tímann.“ Þórófur nefnir það einnig að það sé slæmt að sjá þegar fólk er með einkenni í marga daga og sé ekki að mæta í sýnatöku. „Jafnvel búið að vera veikt, svo heldur skárra og mætir þá til vinnu án þess að fara í sýnatöku. Þá getur þetta alveg sprungið út.“ Hvað ætlar þú að láta líða marga dagar áður en gripið verður í handbremsuna? „Ég veit það ekki. Ef maður vill sjá ljósu punktana við þetta, þá er þetta tiltölulega afmarkað. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað við þennan leikskóla. Það fóru mjög margir í skimun í gær og við eigum eftir að sjá útkomuna úr því. Það kæmi mér ekki á óvart ef við myndum sjá ennþá fleiri í tengslum við það, ef við tökum svona marga. Við munum reyna að halda því áfram. Ef við förum að sjá þessa sömu veiru spretta upp hér og þar og það koma litlar hópsýkingar hér og þar, þá erum við greinilega ekki að ná utan um þetta. Við erum alltaf tveimur vikum á eftir, það er ókosturinn við þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Veiran mallað í samfélaginu: Sá sem braut sóttkví kom til landsins fyrir rúmum tveimur vikum Kórónuveirusmit sem greindist á leikskólanum Jörfa á föstudagskvöld má rekja til sóttkvíarbrots á landamærum um mánaðamótin. Yfirlögregluþjónn segir að flestir sem brjóti sóttkví séu búsettir á Íslandi en með erlent ríkisfang. Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, átta utan sóttkvíar. 18. apríl 2021 19:31 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þórólfur ræddi þar hópsýkingarnar tvær sem upp komu um helgina. „Þessi leikskólasýking sem kom upp núna um helgina sem gríðarlega stór að umfangi. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann á því ennþá. Svo var þarna minna fyrirtæki líka. Þetta eru tvær tegundir af breska afbrigðinu virðist vera. Það er hægt að rekja báðar tegundirnar til landamæra og til þess að fólk hélt ekki sóttkví. […] Við sjáum bara glöggt hvað getur gerst þegar þetta gerist.“ Möguleiki að veiran hafi náð að hreiðra um sig víðar Þórólfur segist ekki hugsa mikið um hvort að sýkingarnar hefðu eða hefðu ekki komið, hefðu allir sem kæmu erlendis frá verið skikkaðir á sóttvarnahótel líkt og til stóð. „Maður getur nú aldrei fullyrt eitthvað svona aftur í tímann, en mér sýnist alla vega þetta leikskólasmit… Þetta var dálítið slæmt brot á sóttkví sem við vorum að fást við sem þýddi það að smitið var bara komið út um allt og þetta er náttúrulega orðinn svolítill tími frá því að það varð og þangað til að þessi smit eru að spretta út, þannig að það er möguleiki að þetta hafi náð að hreiðra um sig víðar.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum að neðan. Samkvæmt fréttum í gær komst upp um þetta sóttkvíarbrot á degi tvö, þegar aðilinn var ekki á sínum stað. Hvað fór þá í gang? „Það fór í gang að viðkomandi var settur í farsóttarhús, og annar aðili, það tók svolítið lengri tíma.... Þetta var ekki auðvelt viðfangs, þannig. Það þarf ekki meira til, eins og við erum alltaf að hamra á. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer ekki varlega. Svo eru aðrir sem fara ekki varlega og þá getur þetta bara sprungið út,“ segir Þórólfur. Verðum að skerða frelsi mjög margra til að ná tökum á þessu Hvað segirðu við fólk sem segir: „Þetta er skerðing á frelsi. Ég myndi alltaf fara varlega. Það þýðir ekkert að traðka á mínum rétti.“ Hvað segirðu við þetta fólk? „Við vitum það að það eru langstærstur hluti sem fer bara eftir því sem er gert og hegðar sér mjög vel. Auðvitað getur eitthvað gerst, en það er bara nóg að það sé einn eða tveir sem gera það ekki. Meðan staðan er þannig þá verðum við annað hvort að ná utan um það með því að vera með markvissar aðgerðir gegn þeim aðilum, en maður veit það aldrei fyrirfram hverjir sem koma til landsins og fara eftir þessu og hverjir ekki. Ef við ætlum að koma í veg fyrir svona stóra og mikla útbreiðslu, þá verðum við að skerða frelsi mjög margra til að ná tökum á þessu. Svona hefur þetta verið allan tímann.“ Þórófur nefnir það einnig að það sé slæmt að sjá þegar fólk er með einkenni í marga daga og sé ekki að mæta í sýnatöku. „Jafnvel búið að vera veikt, svo heldur skárra og mætir þá til vinnu án þess að fara í sýnatöku. Þá getur þetta alveg sprungið út.“ Hvað ætlar þú að láta líða marga dagar áður en gripið verður í handbremsuna? „Ég veit það ekki. Ef maður vill sjá ljósu punktana við þetta, þá er þetta tiltölulega afmarkað. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað við þennan leikskóla. Það fóru mjög margir í skimun í gær og við eigum eftir að sjá útkomuna úr því. Það kæmi mér ekki á óvart ef við myndum sjá ennþá fleiri í tengslum við það, ef við tökum svona marga. Við munum reyna að halda því áfram. Ef við förum að sjá þessa sömu veiru spretta upp hér og þar og það koma litlar hópsýkingar hér og þar, þá erum við greinilega ekki að ná utan um þetta. Við erum alltaf tveimur vikum á eftir, það er ókosturinn við þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Veiran mallað í samfélaginu: Sá sem braut sóttkví kom til landsins fyrir rúmum tveimur vikum Kórónuveirusmit sem greindist á leikskólanum Jörfa á föstudagskvöld má rekja til sóttkvíarbrots á landamærum um mánaðamótin. Yfirlögregluþjónn segir að flestir sem brjóti sóttkví séu búsettir á Íslandi en með erlent ríkisfang. Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, átta utan sóttkvíar. 18. apríl 2021 19:31 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Veiran mallað í samfélaginu: Sá sem braut sóttkví kom til landsins fyrir rúmum tveimur vikum Kórónuveirusmit sem greindist á leikskólanum Jörfa á föstudagskvöld má rekja til sóttkvíarbrots á landamærum um mánaðamótin. Yfirlögregluþjónn segir að flestir sem brjóti sóttkví séu búsettir á Íslandi en með erlent ríkisfang. Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, átta utan sóttkvíar. 18. apríl 2021 19:31