ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 15:44 Evrópusambandið segir niðurstöðuna að hluta liggja í leyndarhyggju framleiðandans. Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl. Að sögn innflutningsaðilans Nathan & Olsen er skýringin sú að bandaríski framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmdist ekki Evrópulöggjöf sem Ísland hafi innleitt í gegnum EES-samninginn. Í kjölfarið bar á því að sárir aðdáendur beindu óánægju sinni í átt Evrópusambandinu (ESB) og sögðu bera ábyrgð á því að þeir þurfi nú að taka upp breyttar morgunvenjur. ESB tekur þetta ekki í mál og vísar ásökununum til föðurhúsanna. Ekki horfa á okkur „Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur ákvað víst að bæta litarefni út í uppskriftina, þannig að það brýtur heilbrigðisreglur,“ segir í Facebook-færslu sendinefndar ESB á Íslandi. „Efnið er sagt vera „náttúrulegt litarefni“ en það mun vera leyndarmál hvað það heitir eða hvort það átti að setja svo mikið af því í uppskriftina að hættulegt teljist. Við vitum bara að fyrirtækið ákvað að hætta að framleiða fyrir Íslendinga.“ Í áðurnefndri tilkynningu frá Nathan & Olsen sagði að Evrópulöggjöf sem hafi verið innleidd hér á landi geti verið „hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.“ ESB virðist ekki gefa mikið fyrir þessa skýringu og enda fulltrúar þess tilsvarið á því að segjast vera stolt af því að vera með framsæknar heilbrigðisreglur. „Ekki síst ef þær eru metnaðarfyllri en á öðrum mörkuðum.“ Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur...Posted by ESB - Evrópusambandið á Íslandi / European Union in Iceland on Monday, April 19, 2021 Matvælaframleiðsla Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Að sögn innflutningsaðilans Nathan & Olsen er skýringin sú að bandaríski framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmdist ekki Evrópulöggjöf sem Ísland hafi innleitt í gegnum EES-samninginn. Í kjölfarið bar á því að sárir aðdáendur beindu óánægju sinni í átt Evrópusambandinu (ESB) og sögðu bera ábyrgð á því að þeir þurfi nú að taka upp breyttar morgunvenjur. ESB tekur þetta ekki í mál og vísar ásökununum til föðurhúsanna. Ekki horfa á okkur „Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur ákvað víst að bæta litarefni út í uppskriftina, þannig að það brýtur heilbrigðisreglur,“ segir í Facebook-færslu sendinefndar ESB á Íslandi. „Efnið er sagt vera „náttúrulegt litarefni“ en það mun vera leyndarmál hvað það heitir eða hvort það átti að setja svo mikið af því í uppskriftina að hættulegt teljist. Við vitum bara að fyrirtækið ákvað að hætta að framleiða fyrir Íslendinga.“ Í áðurnefndri tilkynningu frá Nathan & Olsen sagði að Evrópulöggjöf sem hafi verið innleidd hér á landi geti verið „hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.“ ESB virðist ekki gefa mikið fyrir þessa skýringu og enda fulltrúar þess tilsvarið á því að segjast vera stolt af því að vera með framsæknar heilbrigðisreglur. „Ekki síst ef þær eru metnaðarfyllri en á öðrum mörkuðum.“ Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur...Posted by ESB - Evrópusambandið á Íslandi / European Union in Iceland on Monday, April 19, 2021
Matvælaframleiðsla Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira