Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 07:30 Jürgen Klopp var ekki sáttur með ummæli Garys Neville um Liverpool og ofurdeildina. getty/Lee Smith Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. Neville hélt mikla eldræðu á Sky Sports á sunnudaginn þar sem hann gagnrýndi Liverpool og Manchester United fyrir aðkomu þeirra að ofurdeildinni umdeildu. Hann minntist á stuðningsmannalag Liverpool, „You'll Never Walk Alone“, sem virtist fara fyrir brjóstið á Klopp. „Gary Neville talar um „You'll Never Walk Alone“, það ætti allavega að vera bannað, ef ég á að vera hreinskilinn. Við eigum rétt á að syngja þetta lag. Þetta er okkar lag, ekki hans lag. Hann skilur þetta hvort sem er ekki,“ sagði Klopp eftir leikinn á Elland Road í gær. „Ég vildi að Gary Neville væri einhvern tímann í heita sætinu en ekki alls staðar þar sem peningarnir eru. Hann var hjá Manchester United og er núna hjá Sky Sports þar sem mestu fjármunirnir eru. Ekki gleyma því að við höfum ekkert með þetta [ofurdeildina] að gera. Við erum í sömu stöðu og þið, erum nýbúnir að frétta af þessu og þurfum samt að halda áfram að spila.“ Neville svaraði Klopp í Monday Night Football á Sky Sports og sagðist ekki vita hvað Þjóðverjanum gengi til. Hann væri á hans bandi. „Af hverju er þetta ekki sanngjarnt? Ég hef móðgað Liverpool nógu oft í gegnum árin en gærdagurinn snerist ekkert um það. Ég veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Neville. „Ég veit ekki hvað fór svona í hann. Þetta var ástríðufull málsvörn fyrir fótboltann. Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Liverpool og Manchester United. Ég hef gagnrýnt bæði félög jafn mikið síðasta sólarhringinn.“ Neville bætti við að hann væri mikill aðdáandi Klopps og liðanna hans og hann hefði gert frábæra hluti hjá Liverpool. Eigendur félagsins hefðu hins vegar sett hann í afar erfiða stöðu með því að taka þátt í stofnun ofurdeildinnar. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Neville hélt mikla eldræðu á Sky Sports á sunnudaginn þar sem hann gagnrýndi Liverpool og Manchester United fyrir aðkomu þeirra að ofurdeildinni umdeildu. Hann minntist á stuðningsmannalag Liverpool, „You'll Never Walk Alone“, sem virtist fara fyrir brjóstið á Klopp. „Gary Neville talar um „You'll Never Walk Alone“, það ætti allavega að vera bannað, ef ég á að vera hreinskilinn. Við eigum rétt á að syngja þetta lag. Þetta er okkar lag, ekki hans lag. Hann skilur þetta hvort sem er ekki,“ sagði Klopp eftir leikinn á Elland Road í gær. „Ég vildi að Gary Neville væri einhvern tímann í heita sætinu en ekki alls staðar þar sem peningarnir eru. Hann var hjá Manchester United og er núna hjá Sky Sports þar sem mestu fjármunirnir eru. Ekki gleyma því að við höfum ekkert með þetta [ofurdeildina] að gera. Við erum í sömu stöðu og þið, erum nýbúnir að frétta af þessu og þurfum samt að halda áfram að spila.“ Neville svaraði Klopp í Monday Night Football á Sky Sports og sagðist ekki vita hvað Þjóðverjanum gengi til. Hann væri á hans bandi. „Af hverju er þetta ekki sanngjarnt? Ég hef móðgað Liverpool nógu oft í gegnum árin en gærdagurinn snerist ekkert um það. Ég veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Neville. „Ég veit ekki hvað fór svona í hann. Þetta var ástríðufull málsvörn fyrir fótboltann. Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Liverpool og Manchester United. Ég hef gagnrýnt bæði félög jafn mikið síðasta sólarhringinn.“ Neville bætti við að hann væri mikill aðdáandi Klopps og liðanna hans og hann hefði gert frábæra hluti hjá Liverpool. Eigendur félagsins hefðu hins vegar sett hann í afar erfiða stöðu með því að taka þátt í stofnun ofurdeildinnar.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira