Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira
Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira
Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40
21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56