Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 21:08 Lögmaðurinn Eric Nelson og skjólstæðingur hans Derek Chauvin. AP Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. Chauvin var í raun ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar fundu Chauvin sekan af öllum ákæruliðum en dómurinn var kveðinn upp skömmu eftir klukkan 21 að íslenskum tíma. Réttarhöldunum sjálfum lauk í gær (mánudag) og hafa kviðdómendur verið einangraðir síðan á meðan þeir komust að niðurstöðu um það hvort sakfella ætti Chauvin eða ekki. Chauvin, sem er hvítur, olli dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Lögregla var kölluð til eftir að Floyd notaði falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Virtist hann falla í jörðina við lögreglubílinn. Chauvin kom í kjölfarið á vettvang og hélt hann hné sínu á hálsi Floyd í um tíu mínútur. Tók hann hné sitt ekki af hálsi Floyd, jafnvel þó vegfarendur og aðrir lögregluþjónar bentu Chauvin á að Floyd væri meðvitundarlaus. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir aðdraganda þess að Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og hitt var tekið af vegfaranda og sýnir hve lengi Floyd var haldið niðri. Vert er að vara lesendur við því að myndböndin geta vakið óhug. THIS IS MURDER !!! Seeing this from Australia and it can be called nothing else but a racially motivated murder !! #GeorgeFloyd pic.twitter.com/DgLdm7Lh37— Dan (@db23bd) May 27, 2020 Á meðan réttarhöldin stóðu yfir hófust mótmæli á nýjan leik í Minneapolis og er óttast að niðurstaðan muni leiða til óeirða. Viðbúnaður lögreglu og þjóðvarðliðs hefur verið gífurlega mikill. Rúmlega þrjú þúsund þjóðvarðliðar eru í borginni og er það til viðbótar við fjölda löggæslumanna í borginni. Íbúar hafa lýst ástandinu á þann veg að Minneapolis hafi verið hernumin. Héraðsmiðillinn Star Tribune segir íbúa Minneapolis hafa verið á nálum í aðdraganda niðurstöðunnar og það hafi í raun ekki skipt máli hvernig niðurstaðan yrði. Viðbúnaður lögreglu og þjóðvarðliðs hefur verið gífurlega mikill í Minneapolis.AP/John Minchillo Joe Biden, forseti, sagði í aðdraganda úrskurðarins að hann vonaðist til þess að rétt niðurstaða fengist í málið. Án þess að hann segði það berum orðum, mátti skilja forsetann svo að hann vonaðist til þess að Chauvin yrði sakfelldur. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Chauvin var í raun ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar fundu Chauvin sekan af öllum ákæruliðum en dómurinn var kveðinn upp skömmu eftir klukkan 21 að íslenskum tíma. Réttarhöldunum sjálfum lauk í gær (mánudag) og hafa kviðdómendur verið einangraðir síðan á meðan þeir komust að niðurstöðu um það hvort sakfella ætti Chauvin eða ekki. Chauvin, sem er hvítur, olli dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Lögregla var kölluð til eftir að Floyd notaði falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Virtist hann falla í jörðina við lögreglubílinn. Chauvin kom í kjölfarið á vettvang og hélt hann hné sínu á hálsi Floyd í um tíu mínútur. Tók hann hné sitt ekki af hálsi Floyd, jafnvel þó vegfarendur og aðrir lögregluþjónar bentu Chauvin á að Floyd væri meðvitundarlaus. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir aðdraganda þess að Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og hitt var tekið af vegfaranda og sýnir hve lengi Floyd var haldið niðri. Vert er að vara lesendur við því að myndböndin geta vakið óhug. THIS IS MURDER !!! Seeing this from Australia and it can be called nothing else but a racially motivated murder !! #GeorgeFloyd pic.twitter.com/DgLdm7Lh37— Dan (@db23bd) May 27, 2020 Á meðan réttarhöldin stóðu yfir hófust mótmæli á nýjan leik í Minneapolis og er óttast að niðurstaðan muni leiða til óeirða. Viðbúnaður lögreglu og þjóðvarðliðs hefur verið gífurlega mikill. Rúmlega þrjú þúsund þjóðvarðliðar eru í borginni og er það til viðbótar við fjölda löggæslumanna í borginni. Íbúar hafa lýst ástandinu á þann veg að Minneapolis hafi verið hernumin. Héraðsmiðillinn Star Tribune segir íbúa Minneapolis hafa verið á nálum í aðdraganda niðurstöðunnar og það hafi í raun ekki skipt máli hvernig niðurstaðan yrði. Viðbúnaður lögreglu og þjóðvarðliðs hefur verið gífurlega mikill í Minneapolis.AP/John Minchillo Joe Biden, forseti, sagði í aðdraganda úrskurðarins að hann vonaðist til þess að rétt niðurstaða fengist í málið. Án þess að hann segði það berum orðum, mátti skilja forsetann svo að hann vonaðist til þess að Chauvin yrði sakfelldur.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56
Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36
Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00