Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 20:13 Þórólfur Guðnason var ekki viðstaddur blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar aðgerðir á landamærunum voru boðaðar. Hann var þó á staðnum í mars þegar hertar aðgerðir innanlands voru kynntar til leiks. Með honum er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18