Rúmlega 2.000 vilja nýsjálensku leiðina á Íslandi Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 22:07 Sýnataka vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Fleiri hundruð eru í sóttkví. Vísir/Vilhelm Rúmlega 2.000 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að taka upp „nýsjálensku leiðina“ í sóttvörnum landsins. Sú leið fæli að sögn ábyrgðarmanna átaksins í sér að herða reglur á landamærum í stað þess að slaka á, eins og stefnt sé að með vorinu. Undirskriftasöfnunin hófst fyrir um tveimur vikum, eða um það leyti sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur birtist um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. Við landamæri Nýja-Sjálands þurfa farþegar frá öllum löndum nema Ástralíu að fara í tveggja vikna sóttkví með eftirliti og skimunum áður en þeim er hleypt inn í samfélagið. Árangurinn er mikill og ekkert samfélagssmit hefur greinst frá því í febrúar. „Ef nýsjálenska leiðin væri tekin upp gætum við lifað eins og venjan er með skólastarf, menningar- og íþróttalíf í blóma. Veitingahús, barir, tónlistarsalir, líkamsræktarstöðvar og íþróttaleikvangar iðandi af lífi. Verslun og viðskipti væri nánast með eðlilegum hætti og fólk gæti ferðast óheft innanlands í sumar. Þessu er öllu verið að fórna ef ekki verður gripið til harðari aðgerða,“ segir á síðu undirskriftarsöfnunarinnar. Eins og sjá má af þessu grafi af upplýsingasíðu nýsjálenskra stjórnvalda um Covid-19, hefur veiran aldrei náð sér almennilega á strik eftir fyrstu bylgju.health.govt.nz Ríkisstjórnin boðaði í dag frumvarp sem á að skapa heimild til að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það kemur frá landi þar sem nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þetta gildir um fjögur lönd. Enn hefur mikill meirihluti ferðamanna sem hingað kemur þó kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli með því að sækja um undanþágu. Facebook-síðan Veirulaust sumar hefur birt uppfærslur á stöðu undirskriftasöfnunarinnar. Þótt nýsjálenska leiðin verður tekin upp þá er landið ekki lokað. Það má ferðast til andsins en það þarf að sýna 72 tíma...Posted by Veirulaust sumar on Þriðjudagur, 20. apríl 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Undirskriftasöfnunin hófst fyrir um tveimur vikum, eða um það leyti sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur birtist um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. Við landamæri Nýja-Sjálands þurfa farþegar frá öllum löndum nema Ástralíu að fara í tveggja vikna sóttkví með eftirliti og skimunum áður en þeim er hleypt inn í samfélagið. Árangurinn er mikill og ekkert samfélagssmit hefur greinst frá því í febrúar. „Ef nýsjálenska leiðin væri tekin upp gætum við lifað eins og venjan er með skólastarf, menningar- og íþróttalíf í blóma. Veitingahús, barir, tónlistarsalir, líkamsræktarstöðvar og íþróttaleikvangar iðandi af lífi. Verslun og viðskipti væri nánast með eðlilegum hætti og fólk gæti ferðast óheft innanlands í sumar. Þessu er öllu verið að fórna ef ekki verður gripið til harðari aðgerða,“ segir á síðu undirskriftarsöfnunarinnar. Eins og sjá má af þessu grafi af upplýsingasíðu nýsjálenskra stjórnvalda um Covid-19, hefur veiran aldrei náð sér almennilega á strik eftir fyrstu bylgju.health.govt.nz Ríkisstjórnin boðaði í dag frumvarp sem á að skapa heimild til að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það kemur frá landi þar sem nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þetta gildir um fjögur lönd. Enn hefur mikill meirihluti ferðamanna sem hingað kemur þó kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli með því að sækja um undanþágu. Facebook-síðan Veirulaust sumar hefur birt uppfærslur á stöðu undirskriftasöfnunarinnar. Þótt nýsjálenska leiðin verður tekin upp þá er landið ekki lokað. Það má ferðast til andsins en það þarf að sýna 72 tíma...Posted by Veirulaust sumar on Þriðjudagur, 20. apríl 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22
Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13