Íslendingar andvígir inngöngu í ESB en telja góðar líkur á hagstæðum samningi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 11:04 Innganga Íslands í ESB. Könnun Maskínu. Fleiri eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Aftur á móti telur ríflega helmingur þjóðarinnar að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við sambandið. Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira