„Hún er bara krakki!“: Sextán ára svört stúlka skotin til bana af lögreglumanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 07:26 Lögregla birti í gær klippur úr upptöku „líkamsmyndavélar“ lögreglumannsins. AP Lögreglumaður skaut sextán ára gamla svarta stúlku til bana í Ohio í Bandaríkjunum í gær. Að sögn fjölskyldu stúlkunnar hafði hún hringt eftir aðstoð þegar hópur „eldri krakka“ veittist að henni. Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira