„Hún er bara krakki!“: Sextán ára svört stúlka skotin til bana af lögreglumanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 07:26 Lögregla birti í gær klippur úr upptöku „líkamsmyndavélar“ lögreglumannsins. AP Lögreglumaður skaut sextán ára gamla svarta stúlku til bana í Ohio í Bandaríkjunum í gær. Að sögn fjölskyldu stúlkunnar hafði hún hringt eftir aðstoð þegar hópur „eldri krakka“ veittist að henni. Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira